Andlegum hæfileikum okkar fer að jafnaði að hnigna þegar við verðum 27 ára en þeir ná hámarki við 22 ára aldur, segir prófessor við Virginíu-háskóla í Bandaríkjunum. Timothy Salthouse rannsakaði í sjö ár getuna til að draga ályktanir, hugsa hratt og skynja rými og beitti m.a. aðferðum til að mæla heilabilun. Hann segir frá niðurstöðunum í ritinu Neurobiology of Aging.