Börn eignast nýja ofurhetju - Obama

Barack Obama er nýjasta ofurhetja bandarískra barna
Barack Obama er nýjasta ofurhetja bandarískra barna Reuters

Banda­rísk börn hafa snúið baki við Bangsimon og Harry Potter því þau hafa eign­ast nýja of­ur­hetju, Barack Obama, for­seta Banda­ríkj­anna. Er svo komið að út hafa komið um þrjá­tíu barna­bæk­ur sem fjalla um for­set­ann og ævi hans. Aldrei áður hef­ur for­seti Banda­ríkj­anna vakið jafn mik­inn áhuga meðal yngstu kyn­slóðar­inn­ar í Banda­ríkj­un­um líkt og Obama.

Meðal titla eru: Mama Voted for Obama, Barack Obama: Change Has Come og Hopes and Dreams: The Story of Barack Obama.

Það er ekk­ert nýtt að ritaðar eru barna­bæk­ur um for­seta Banda­ríkj­anna eða sögu­fræg­ar per­són­ur enda eru til hundruð bóka um Geor­ge Washingt­on, Abra­ham Lincoln og Mart­in Lut­her King. Hins veg­ar, ólíkt öðrum, þá var stór hluti barna­bók­anna sem þegar hafa komið út um Obama, skrifaður áður en hann komst til valda. 

Mót­fram­bjóðandi hans í síðustu for­seta­kosn­ing­um, John McCain, hef­ur hins veg­ar ein­ung­is ratað í titil einn­ar,  My Dad. John McCain, sem dótt­ir hans Meg­h­an McCain skrifaði.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Ekki nota daginn til þess að versla. Gluggaðu í sjálfshjálparbækur og reyndu að hreyfa þig sem mest. Láttu ekki öfund samstarfsmanna þinna hafa áhrif á þig.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sofie Sar­en­brant
2
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
3
Árni Þór­ar­ins­son og Páll Krist­inn Páls­son
4
Jill Man­sell
5
Unni Lindell
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Ekki nota daginn til þess að versla. Gluggaðu í sjálfshjálparbækur og reyndu að hreyfa þig sem mest. Láttu ekki öfund samstarfsmanna þinna hafa áhrif á þig.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sofie Sar­en­brant
2
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
3
Árni Þór­ar­ins­son og Páll Krist­inn Páls­son
4
Jill Man­sell
5
Unni Lindell