Senn hefst sala á þriggja metra Nano bíl frá indverska bílaframleiðandanum Tata Motors. Ætlunin er að gera fátækum íbúum þróunarríkjanna kleift að eignast í fyrsta skipti bifreiðar en í þeim verða engir líknarbelgir, loftkæling eða útvarp. Nýr kostar bíllinn tæpar 230 þúsund kr.
Bílarnir verða þó fjögurra dyra og taka fimm manns. 624 cc vél verður staðsett aftan í bílnum.