Útlitið mikilvægara en nokkru sinni

Reuters

Eftirspurn eftir brjóstaaðgerðum virðist ekki vera að minnkað í Danmörku  þrátt fyrir efnahagskreppuna. „Við sáum samdrátt frá því í desember og fram í febrúar en nú höfum við meira að geraen á sama tíma á síðasta ári. Í heildina finnum við fyrir aukinni eftirspurn ” segir Nis Alstrup lýtalæknir á einkasjúkrahúsinu Danske Privathospitaler. Þetta kemur fram á fréttavef Jyllands-Posten.

Lýtalæknum ber saman um að þótt andlitslyftingar, fitusogsaðgerðir og aðrar fegrunaraðgerðir njóti sívaxandi vinsælda meðal dansks almennings séu brjóstastækkunaraðgerðir langvinsælustu aðgerðirnar.

„Það leikur enginn vafi á því að brjóstastækkunaraðgerðir eru stöðugt í tísku. Við fáum bæði þær sem eru 25-35 ára og bara með lítil brjóst sem þær vilja láta stækka og þær sem hafa eignast börn og  vilja meiri fyllingu,” segir Jesper Nygart, sem starfar á Nygart Privathospital. Karin Klitgaard Povlsen, prófessor við háskólann í Árósum sem stundað hefur rannsóknir á fegurðarímyndum, segist telja eftirspurn eftir fegrunaraðgerðum svo nátengda samtímamenningunni að það þurfi meira til en efnahagssamdrátt til að hafa áhrif á hana.

„Ég held að útlitið sé okkur nú sé mikilvægara en nokkru sinni fyrr þar sem við lifum í menningu þar sem hraðinn er mikill, fólk hittir marga og vill geta myndað sér skoðun á þeim á svipstundu. Við eigum því mikið undir því hvernig fólk les okkur við fyrstu kynni,” segir hún.

„Þetta á sérstaklega við um konur. Hvort sem okkur líkar það betur eða verr þá eiga konur meira undir kynþokka sínum en karlar. Þeir sem eru best og verst settir, forstjórar og heimilislausir, falla þó ekki undir þetta og þurfa ekki að taka félagslega stöðu sína með í reikninginn. Í báðum tilfellum er oftar um karlmenn að ræða.”
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir