Útlitið mikilvægara en nokkru sinni

Reuters

Eftirspurn eftir brjóstaaðgerðum virðist ekki vera að minnkað í Danmörku  þrátt fyrir efnahagskreppuna. „Við sáum samdrátt frá því í desember og fram í febrúar en nú höfum við meira að geraen á sama tíma á síðasta ári. Í heildina finnum við fyrir aukinni eftirspurn ” segir Nis Alstrup lýtalæknir á einkasjúkrahúsinu Danske Privathospitaler. Þetta kemur fram á fréttavef Jyllands-Posten.

Lýtalæknum ber saman um að þótt andlitslyftingar, fitusogsaðgerðir og aðrar fegrunaraðgerðir njóti sívaxandi vinsælda meðal dansks almennings séu brjóstastækkunaraðgerðir langvinsælustu aðgerðirnar.

„Ég held að útlitið sé okkur nú sé mikilvægara en nokkru sinni fyrr þar sem við lifum í menningu þar sem hraðinn er mikill, fólk hittir marga og vill geta myndað sér skoðun á þeim á svipstundu. Við eigum því mikið undir því hvernig fólk les okkur við fyrstu kynni,” segir hún.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Tafir, ruglingur og samskiptaörðugleikar í vinnunni munu setja svip sinn á þennan mánuð. En aðrir sjá ekki öll mál í sama ljósi og þá er það þolinmæðin sem gildir.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Tafir, ruglingur og samskiptaörðugleikar í vinnunni munu setja svip sinn á þennan mánuð. En aðrir sjá ekki öll mál í sama ljósi og þá er það þolinmæðin sem gildir.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar