Foreldrar með höfnunartilfinningu

Myndin tengist ekki efni fréttarinnar með beinum hætti
Myndin tengist ekki efni fréttarinnar með beinum hætti mbl.is/Eggert

Margir foreldrar finna til höfnunartilfinningar vegna þess hversu treg börn þeirra eru til að deila með þeim upplifunum sínum úr skólanum. Þetta kemur fram á fréttavef BBC.

Samkvæmt nýrri könnun bresku námstæknistofnunarinnar Becta vilja 82% foreldra vita meira umlíf barna sinna en þeir gera. Börnin vilja hins vegar ekki að foreldrarnir yfirheyri þau um líf þeirra utan heimilisins.

 „Margir foreldrar spyrja börn sín af miklum ákafa um gang mala að loknum skóladegi og það skapar spennu og átök og kemur í veg fyrir eðlileg og afslöppuð samskipti,” segir sálfræðingurinn Tanya Byron, sérfræðingur og ráðgjafi breskra yfirvalda, sem fengin var til að túlka niðurstöðu könnunarinnar.

Könnunin var gerð á meðal 1.000 skólabarna á aldrinum 11 til 14 ára og sagði rúmlega þriðjungur nemendanna að þeim ætti erfitt að ræða skólann við foreldra sína. Þá sögðust rúmlega tveir af hverjum fimm foreldrum eiga erfitt með að fá upplýsingar varðandi nám barna sinna frá þeim.

Becta segir niðurstöðurnar sanna mikilvægi upplýsingaflæðis frá skóla til foreldra í gegnum netið þar sem það geti auðveldað foreldrum að fylgst með námi barna sinna án þess að börnunum finnist þeim stillt upp við vegg.

Þá segir hún að hafi foreldrar hlutlausar upplýsingar um nám barna sinna auðveldi það þeim að ræða námið við börnin án þess að spenna skapist.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar