Handjárnaði sig við eiginmanninn

Það getur endað mjög illa að handjárna fólk gegn vilja …
Það getur endað mjög illa að handjárna fólk gegn vilja sínum.

Kona í Bandaríkjunum handjárnaði sig við sofandi eiginmann sinn í þeim tilgangi að leysa hjónadeilu. Málið endaði hins vegar á versta veg því lögreglan var kölluð á staðinn og var konan handtekinn og ákærð m.a. fyrir líkamsárás.

Helen Sun handjárnaði sig við eiginmanninn, Robert Drawbough, á meðan hann var sofandi á heimili þeirra í Fairfield í Connecticut sl. mánudag. Að sögn lögreglu gerði Sun þetta til að útkljá deilur.

En þegar eiginmaðurinn hringdi í lögregluna brást Sun hin versta við. Hún réðst á manninn og beit hann í handleggina og í búkinn.

Lögreglan heyrði öskur og læti þegar hún var fyrir utan heimili hjónanna og hún varð að brjóta sér leið inn í húsið. Að sögn lögreglu hafði konan einnig skipt um lás á svefnherbergishurðinni.

Sun var m.a. ákærð fyrir minniháttar líkamsárás og fyrir að fjötra manninn sinn með ólögmætum hætti. Henni hefur verið sleppt úr haldi, en hún varð að greiða 400 dali í lausnargjald.

Lögreglan í Fairfield segist ekki hafa orðið vitni að öðru eins.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir