Hyggst smíða nýtt Titanic

Titanic sökk í jómfrúarferð sinni árið 1912.
Titanic sökk í jómfrúarferð sinni árið 1912.

Finnski kaupsýslumaðurinn Toivo Sukari hyggst byggja eftirlíkingu af breska farþegaskipinu Titanic í fullri stærð á þurru landi til að
laða ferðamenn að verslunarmiðstöð sem hann ætar að reisa í þorpi í norðanverðu Finnlandi.


„Allir í Evrópu þekkja Titanic. Það eru engir staðir sem draga að ferðamenn á Oulu-svæðinu og ég tel að skipið myndi laða að erlenda ferðamenn,“ sagði kaupsýslumaðurinn.

Sukari rekur húsgagnaverslanakeðju sem nefnist Masku og hefur reist stóra verslunarmiðstöð nálægt Tampere í sunnanverðu Finnlandi. Hann hyggst reisa aðra verslunarmiðstöð í þorpinu Kiiminki í Norður-Finnlandi og ætlar að hafa eftirlíkinguna þar.  Hann áætlar að smíðin kosti 40 millljónir evra, sem svarar um sex milljörðum króna.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Tafir, ruglingur og samskiptaörðugleikar í vinnunni munu setja svip sinn á þennan mánuð. En aðrir sjá ekki öll mál í sama ljósi og þá er það þolinmæðin sem gildir.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Tafir, ruglingur og samskiptaörðugleikar í vinnunni munu setja svip sinn á þennan mánuð. En aðrir sjá ekki öll mál í sama ljósi og þá er það þolinmæðin sem gildir.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar