Málaði risavaxið reðurtákn á hús foreldranna

Myndir af reðurtákninu hafa farið sem sinueldur um vefinn
Myndir af reðurtákninu hafa farið sem sinueldur um vefinn

Átján ára gamall breskur unglingur á ekki von á góðu þegar hann kemur heim úr ferðalagi þar sem foreldrar hans voru að uppgötva að pilturinn hafi teiknað risavaxið reðurtákn á þak hússins fyrir ári síðan. Breskir fjölmiðlar greina frá þessu. Verkið er 18 metra langt og hefur vakið mikla athygli meðal þeirra sem fljúga yfir húsið í Berkshire.

 Uppgötvuðu foreldrar hans verkið eftir að þyrluflugmaður byrjaði að fljúga með farþega yfir húsið til þess að mynda verkið. Ekki kemur á óvart að foreldrarnir hafi verið miður sín þegar þau komust að hinu sanna.

Var haft eftir föðurnum að það geti ekki staðist að það væri 18 metra langt reðurtákn á þaki hússins.  

Móðirin hafði hins vegar áhyggjur af öðru sem snertir teikninguna en fyrirmynd piltsins á að vera Cerne Abbas Giant frjósemistáknið í Dorset. Telja ýmsir að táknið geti aukið á frjósemi og er ekki óalgengt að pör elskist í nágrenni þess til að auka líkur á þungun. „Við viljum ekki eignast fleiri börn svo vitneskjan um að við sofum undir risavöxnu frjósemistákni er frekar skelfileg," sagði móðirin.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér kann að sýnast langt í milli þess sem þú hefur og þess sem þig dreymir um. Að binda trúss sitt við ranga fólkið getur leitt til þess að framfarir stöðvist.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Torill Thorup
3
Sofia Rutbäck Eriksson
4
Solja Krapu-Kallio
5
Sarah Morgan
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér kann að sýnast langt í milli þess sem þú hefur og þess sem þig dreymir um. Að binda trúss sitt við ranga fólkið getur leitt til þess að framfarir stöðvist.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Torill Thorup
3
Sofia Rutbäck Eriksson
4
Solja Krapu-Kallio
5
Sarah Morgan
Loka