Bandaríkjamenn með umskurn á heilanum

Reuters

Ný rann­sókn sem unn­in var í Úganda bend­ir til þess að umsk­urn dragi veru­lega úr tíðni herpes, kyn­færa­varta og krabba­meins í leg­hálsi. Niðurstaðan er í sam­ræmi við fyrri rann­sókn­ir sem sýnt hafa fram á tengsl á milli tíðni al­næm­issmits og umsk­urn­ar karla. Þetta kem­ur fram á frétta­vef BBC.

 Dr. Judith Wass­er­heit skrif­ar grein um niður­stöðurn­ar í tíma­rit­inu New Eng­land Journal of Medic­ine og seg­ir þær hljóta að vera öll­um for­eldr­um hvatn­ing til að láta umskera syni sína. „Öllum þeim sem sinna barns­haf­andi kon­um og unga­börn­um ber skylda til að fræða mæður og feður um það að umsk­urn geti verndað syni þeirra gegn þrem­ur al­var­leg­ustu og al­geng­ustu veiru­sjúk­dóm­un­um sem smit­ast við kyn­mök og eru ólækn­andi. 

Bresk­ir sér­fræðing­ar vara þó við því að dregn­ar séu of af­ger­andi álykt­an­ir af niður­stöðunum.  „Við verðum að fara var­lega í að túlka upp­lýs­ing­ar sem fengn­ar eru í ein­um heims­hluta og yf­ir­færa þær gagn­rýni­laust yfir á ann­an heims­hluta,” seg­ir Keith Alcorn, talsmaður HIV upp­lýs­inga­miðstöðvar­inn­ar NA.

„Umsk­urn hef­ur lít­il áhrif á lík­urn­ar á því að dreng­ir fái al­næmi í Bretlandi, þar sem smittíðni meðal gagn­kyn­hneigðra pilta er mjög lág,” seg­ir hann. „Það er rétt að það eru ör­lítið minni lík­ur á því að pilt­ur, með for­húðarlaus­an lim, smit­ist af al­næmi, herpes eða kyn­færa­vört­um en hann get­ur eft­ir sem áður gert það." 

Dr Colm O'Ma­hony, sér­fræðing­ur í kyn­sjúk­dóm­um við Coun­tess of Chester Foundati­on Trust Hospital in Chester, tek­ur í sama streng og seg­ir Banda­ríkja­menn upp­fulla af rang­hug­mynd­um um mik­il­vægi umsk­urn­ar í bar­átt­unni við kyn­sjúk­dóma. „Slíkt gef­ur í skyn að það sé kon­an sem sýki karl­inn og að það þurfi að vernda hinn sak­lausa karl,” seg­ir hann. „Það gef­ur einnig í skyn að karl­ar sem ekki vilja breyta óá­byrgri hegðun sinni þurfi þess ekki og geti eft­ir sem áður sofið hjá út um allt án þess að nota smokka.”

 Rann­sókn­in var unn­in í Úganda þar sem fylgst var með 3.500 körl­um sem ann­ars veg­ar höfðu verið umskorn­ir og hins veg­ar ekki og rekkju­naut­um þeirra. Niðurstaða rann­sókn­ar­inn­ar, sem unn­in var á veg­um Johns Hopk­ins há­skól­ans, var sú að 25% minni lík­ur eru á því að pör, þar sem karl­inn er umskor­inn, smit­ist af herpes, kyn­færa­vört­um og krabba­meini í leggöng­um.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Ljón

Sign icon Þú ert ekki besti maðurinn til þess að tíunda kosti þína og lesti því sérhver er blindur í eigin sök. Beittu kímninni því gamanið er allra meina bót.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
2
Sofie Sar­en­brant
3
Unni Lindell
5
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Ljón

Sign icon Þú ert ekki besti maðurinn til þess að tíunda kosti þína og lesti því sérhver er blindur í eigin sök. Beittu kímninni því gamanið er allra meina bót.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
2
Sofie Sar­en­brant
3
Unni Lindell
5
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
Loka