Bandaríkjamenn með umskurn á heilanum

Reuters

Ný rannsókn sem unnin var í Úganda bendir til þess að umskurn dragi verulega úr tíðni herpes, kynfæravarta og krabbameins í leghálsi. Niðurstaðan er í samræmi við fyrri rannsóknir sem sýnt hafa fram á tengsl á milli tíðni alnæmissmits og umskurnar karla. Þetta kemur fram á fréttavef BBC.

 Dr. Judith Wasserheit skrifar grein um niðurstöðurnar í tímaritinu New England Journal of Medicine og segir þær hljóta að vera öllum foreldrum hvatning til að láta umskera syni sína. „Öllum þeim sem sinna barnshafandi konum og ungabörnum ber skylda til að fræða mæður og feður um það að umskurn geti verndað syni þeirra gegn þremur alvarlegustu og algengustu veirusjúkdómunum sem smitast við kynmök og eru ólæknandi. 

Breskir sérfræðingar vara þó við því að dregnar séu of afgerandi ályktanir af niðurstöðunum.  „Við verðum að fara varlega í að túlka upplýsingar sem fengnar eru í einum heimshluta og yfirfæra þær gagnrýnilaust yfir á annan heimshluta,” segir Keith Alcorn, talsmaður HIV upplýsingamiðstöðvarinnar NA.

„Umskurn hefur lítil áhrif á líkurnar á því að drengir fái alnæmi í Bretlandi, þar sem smittíðni meðal gagnkynhneigðra pilta er mjög lág,” segir hann. „Það er rétt að það eru örlítið minni líkur á því að piltur, með forhúðarlausan lim, smitist af alnæmi, herpes eða kynfæravörtum en hann getur eftir sem áður gert það." 

Dr Colm O'Mahony, sérfræðingur í kynsjúkdómum við Countess of Chester Foundation Trust Hospital in Chester, tekur í sama streng og segir Bandaríkjamenn uppfulla af ranghugmyndum um mikilvægi umskurnar í baráttunni við kynsjúkdóma. „Slíkt gefur í skyn að það sé konan sem sýki karlinn og að það þurfi að vernda hinn saklausa karl,” segir hann. „Það gefur einnig í skyn að karlar sem ekki vilja breyta óábyrgri hegðun sinni þurfi þess ekki og geti eftir sem áður sofið hjá út um allt án þess að nota smokka.”

 Rannsóknin var unnin í Úganda þar sem fylgst var með 3.500 körlum sem annars vegar höfðu verið umskornir og hins vegar ekki og rekkjunautum þeirra. Niðurstaða rannsóknarinnar, sem unnin var á vegum Johns Hopkins háskólans, var sú að 25% minni líkur eru á því að pör, þar sem karlinn er umskorinn, smitist af herpes, kynfæravörtum og krabbameini í leggöngum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar