Breskar konur fá loksins sinn bjór

Mattur bjór með þykkri froðu höfðar ekki til breskra kvenna
Mattur bjór með þykkri froðu höfðar ekki til breskra kvenna

Tær bjór er nú væntanlegur á markað í Bretlandi í fyrsta skipti, og verður hann framleiddur sérstaklega með konur í huga. Bretar eru þekktir fyrir bjórdrykkju á pöbbnum, en það á ekki við um breskar konur, sem drekka mun minna af bjór en konur í nágrannalöndunum. Þessu vilja bjórframleiðendur breyta.

„Bjór hefur haft á sér karlmennskuímynd allt of lengi, það er erfitt að ímynda sér nokkra aðra framleiðslu þar sem 50% neytenda eru algjörlega hunsuð,“ segir Janet Street-Porter, bresk sjónvarpsstjarna sem bjórframleiðandinn Coors fékk í lið með sér til að finna út leiðir til að ná til kvenna.

Eftir að hafa kannað málið kom í ljós að breskar konur kjósa vín framyfir alla aðra áfenga drykki og innan við 10% segjast helst drekka bjór. Um helmingur þeirra segist ekki drekka bjór vegna þess að hann sé fitandi, þriðji þeirra segist heldur kjósa drykki sem séu bornir fram í fallegum glösum, hafi réttu ímyndina fyrir þær eða séu vinsælir í vinahópnum. Fram að þessu hafa breskar konur aðeins átt um 13% hlutdeild í bjórsölu, miðað við 25% í Bandaríkjunum og 36% í Írlandi.

Margar konur virðast afhuga bjór vegna þess að hann er mattur og froðan þykk, þótt þeim finnist bragðið í sjálfu sér gott. Coors bjórframleiðandinn hyggst því verða sá fyrsti í Bretlandi til að framleiða léttan, tæran bjór með konur sem markhóp. Hann verður settur á markað í sumar en hefur enn ekki hlotið nafn.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér hættir til í hita augnabliksins að missa stjórn á skapi þínu, sem er ekki gott. Gakktu hægt um gleðinnar dyr og mundu að á morgun er nýr dagur með nýjum tækifærum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Unnur Lilja Aradóttir
3
Torill Thorup
4
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér hættir til í hita augnabliksins að missa stjórn á skapi þínu, sem er ekki gott. Gakktu hægt um gleðinnar dyr og mundu að á morgun er nýr dagur með nýjum tækifærum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Unnur Lilja Aradóttir
3
Torill Thorup
4
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir