Herferð heiðingja á hjólum

Aug­lýs­ing­ar með slag­orðunum „Guð er trú­lega ekki til. Hættu nú að hafa áhyggj­ur og njóttu lífs­ins“ á 200 rauðum stræt­is­vögn­um London hafa valdið fjaðrafoki í Bretlandi. Í ljósi sög­unn­ar er þessi heims­ins fyrsta her­ferð heiðingja, eins og spieg­elon­line nefndi hana, trú­lega orðum auk­in, þótt guðleys­ingj­ar í Þýskalandi og Spáni hafi tekið sér hana til eft­ir­breytni.

Upp­hafs­mann­eskj­an er blaðamaður­inn og grín­höf­und­ur­inn Aria­ne Sher­ine, sem þótti sér gróf­lega mis­boðið í fyrra þegar hún sá á stræt­is­vagni til­vitn­un í Bibl­í­una ásamt upp­lýs­ing­um um vefsíðu þar sem full­yrt var að heiðingj­ar myndu brenna í hel­víti um alla ei­lífð. Hún bloggaði um hneyksl­an sína á vefsvæði The Guar­di­an þar sem hún benti jafn­framt á að guðleys­ingj­ar gætu lagt fram fimm pund hver til að berj­ast gegn trú­ar­leg­um aug­lýs­ing­um af þessu tagi.

Til­gang­ur­inn að upp­lýsa fólk

At­heist Bus CampaignThe God Delu­si­on

Skoðana­systkini þeirra Sher­ine og Dawk­ins í Þýskalandi hafa þegar haf­ist handa við fjár­öfl­un. Mark­miðið er að stræt­is­vagn­ar í Berlín, Mün­hen og Köln verði boðber­ar guðleys­is­ins seinna á ár­inu. Phillip Möller, einn sex forsprakka verk­efn­is­ins þar í landi, seg­ir til­gang­inn vera að upp­lýsa fólk. „Í upp­lýstu þjóðfé­lagi á fólk að geta sagt eitt­hvað í þessa veru án þess að eiga á hættu að vera refsað,“ seg­ir hann.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Vinir og vandamenn leita gjarnan til þín um ráðgjöf. Gefðu þér tíma til að bera saman verð og gæði því það mun borga sig.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sofie Sar­en­brant
2
Unni Lindell
3
Torill Thorup
4
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
5
Bjarki Bjarna­son
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Vinir og vandamenn leita gjarnan til þín um ráðgjöf. Gefðu þér tíma til að bera saman verð og gæði því það mun borga sig.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sofie Sar­en­brant
2
Unni Lindell
3
Torill Thorup
4
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
5
Bjarki Bjarna­son
Loka