Epli urðu þingmanni að falli

Þingmaðurinn segist vera sykursjúkur og af þeim sökum hafi hann …
Þingmaðurinn segist vera sykursjúkur og af þeim sökum hafi hann borðað nokkur epli áður en hann ók af stað. mbl.is/Valdís Thor

Lögreglan í Póllandi stöðvaði í gær þingmann í umferðinni vegna gruns um akstur undir áhrifum áfengis. Þingmaðurinn vísar því hins vegar á bug að hann hafi neytt áfengis. Ástæðan fyrir því að áfengi hafi mælst í blóðinu sé sú að hann hafi borðað svo mörg epli áður en hann hélt út í umferðina.

Fréttavefur dagblaðsins Gazeta Wyborcza greinir frá því að áfengismagnið í blóði þingmannsins Marek Latas hafi mælst vera tvöfalt yfir leyfilegu hámarki.

„Ég er sykursjúkur og því fékk ég mér nokkur epli áður en ég ók af stað,“ segir Latas.

„Ég lenti ekki í slysi, heldur var aðeins um venjubundið umferðareftirlit að ræða. Ég hafði engar áhyggjur af því að það myndi mælast áfengi í blóðinu mínu, “ segir stjórnarandstöðuþingmaðurinn jafnframt.

Saksóknarinn segir málið vera í rannsókn. 

Fram kemur á vef Gazeta Wyborcza að hægt sé að nota eplasafa, sem hefur fengið að gerjast, til að búa til eplasnafs.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Lífið leikur við þig þessa dagana og rómantíkin blómstrar. Hún er allra meina bót og byggir þig upp til frekari átaka.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Torill Thorup
3
Sofia Rutbäck Eriksson
4
Solja Krapu-Kallio
5
Sarah Morgan
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Lífið leikur við þig þessa dagana og rómantíkin blómstrar. Hún er allra meina bót og byggir þig upp til frekari átaka.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Torill Thorup
3
Sofia Rutbäck Eriksson
4
Solja Krapu-Kallio
5
Sarah Morgan
Loka