Kaupæði tengist fyrirtíðaspennu

Í verslunarleiðangri.
Í verslunarleiðangri. Reuters

Kon­ur eru lík­leg­ar til að versla meira en ella 10 dög­um fyr­ir blæðing­ar. Kaup­gleðin teng­ist horm­óna­breyt­ing­um. Þetta eru niður­stöður rann­sókn­ar bresks sál­fræðipó­fess­ors.

Pró­fess­or­inn, Kar­en Pine, spurði 443 kon­ur á aldr­in­um 18 til 50 ára um kaup­venj­ur þeirra. Sam­kvæmt frétta­vef BBC viður­kenndu tveir þriðju hlut­ar kvenn­anna að hafa gert skyndi­kaup á síðari hluta tíðahrings­ins. Marg­ar kváðust iðrast kaupa sinna eft­ir á. Kon­ur sem þjáðust af mik­illi fyr­irtíðasp­ennu eyddu enn meira en hinar.

Pró­fess­or­inn seg­ir hegðun­ina viðbrögð við sterk­um til­finn­ing­um. „Kon­urn­ar eru stressaðar eða dapr­ar og lík­legri til þess að fara í versl­un­ar­leiðang­ur til þess að hressa sig við og nota það til þess að koma til­finn­ing­un­um í lag.“

Önnur skýr­ing kann að vera sú að kon­ur kaupi hluti til þess að verða meira aðlaðandi þegar þær eru með egg­los en þá er frjó­semi þeirra mest.

Það sem kon­urn­ar keyptu helst var gling­ur til skrauts, þar með tald­ir skart­grip­ir, förðun­ar­vör­ur og há­hælaðir skór. Pró­fess­or­inn seg­ir aðrar rann­sókn­ir hafa leitt í ljós að kon­ur skreyti sig meira dag­ana í kring­um egg­los.

Pró­fess­or­inn seg­ir að hafi kon­ur áhyggj­ur af eyðslu sinni geti þær látið hjá líða að fara í búðaráp vik­una fyr­ir blæðing­ar. 

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Vatnsberi

Sign icon Erfið manneskja hefur eitthvað fram að færa fyrir þig. Leyndardómurinn á bakvið ástina er að sjá hana og finna hvert sem litið er.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sofie Sar­en­brant
2
Unni Lindell
3
Torill Thorup
4
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
5
Bjarki Bjarna­son
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Vatnsberi

Sign icon Erfið manneskja hefur eitthvað fram að færa fyrir þig. Leyndardómurinn á bakvið ástina er að sjá hana og finna hvert sem litið er.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sofie Sar­en­brant
2
Unni Lindell
3
Torill Thorup
4
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
5
Bjarki Bjarna­son