Kaupæði tengist fyrirtíðaspennu

Í verslunarleiðangri.
Í verslunarleiðangri. Reuters

Konur eru líklegar til að versla meira en ella 10 dögum fyrir blæðingar. Kaupgleðin tengist hormónabreytingum. Þetta eru niðurstöður rannsóknar bresks sálfræðipófessors.

Prófessorinn, Karen Pine, spurði 443 konur á aldrinum 18 til 50 ára um kaupvenjur þeirra. Samkvæmt fréttavef BBC viðurkenndu tveir þriðju hlutar kvennanna að hafa gert skyndikaup á síðari hluta tíðahringsins. Margar kváðust iðrast kaupa sinna eftir á. Konur sem þjáðust af mikilli fyrirtíðaspennu eyddu enn meira en hinar.

Prófessorinn segir hegðunina viðbrögð við sterkum tilfinningum. „Konurnar eru stressaðar eða daprar og líklegri til þess að fara í verslunarleiðangur til þess að hressa sig við og nota það til þess að koma tilfinningunum í lag.“

Önnur skýring kann að vera sú að konur kaupi hluti til þess að verða meira aðlaðandi þegar þær eru með egglos en þá er frjósemi þeirra mest.

Það sem konurnar keyptu helst var glingur til skrauts, þar með taldir skartgripir, förðunarvörur og háhælaðir skór. Prófessorinn segir aðrar rannsóknir hafa leitt í ljós að konur skreyti sig meira dagana í kringum egglos.

Prófessorinn segir að hafi konur áhyggjur af eyðslu sinni geti þær látið hjá líða að fara í búðaráp vikuna fyrir blæðingar. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér kann að sýnast langt í milli þess sem þú hefur og þess sem þig dreymir um. Að binda trúss sitt við ranga fólkið getur leitt til þess að framfarir stöðvist.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Torill Thorup
3
Sofia Rutbäck Eriksson
4
Solja Krapu-Kallio
5
Sarah Morgan
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér kann að sýnast langt í milli þess sem þú hefur og þess sem þig dreymir um. Að binda trúss sitt við ranga fólkið getur leitt til þess að framfarir stöðvist.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Torill Thorup
3
Sofia Rutbäck Eriksson
4
Solja Krapu-Kallio
5
Sarah Morgan