Heimskasti glæpamaður Pennsylvaníu

Lögreglumenn í Pennsylvaníu-ríki Bandaríkjanna telja sig hafa fundið heimskasta glæpamann ríkisins en hann rændi lögreglumann á 300 manna ráðstefnu lögreglumanna.

Um var að ræða ráðstefnu lögreglumanna sem störfuðu í fíkniefnadeildum og var John Comparetto, sem kominn er á eftirlaun, meðal þeirra sem mættu. Hann var staddur á klósettinu þegar 19 ára piltur beindi að honum byssu. Strákurinn flúði með peninga og síma Comparetto en það tók Comparetto og félaga hans ekki langan tíma að elta strákinn uppi og handtaka hann.

Comparetto lýsir stráknum sem „líklega heimskasta glæpamanni í Pennsylvaníu.“ Skömmu eftir að strákurinn var leiddur fyrir rétt nálgaðist blaðamaður hann og óskaði eftir að fá einhver ummæli sem hafa mætti eftir honum. Drengurinn svaraði einfaldlega: „Ég er flottur.“

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Lífið leikur við þig þessa dagana og rómantíkin blómstrar. Hún er allra meina bót og byggir þig upp til frekari átaka.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Torill Thorup
3
Sofia Rutbäck Eriksson
4
Solja Krapu-Kallio
5
Sarah Morgan
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Lífið leikur við þig þessa dagana og rómantíkin blómstrar. Hún er allra meina bót og byggir þig upp til frekari átaka.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Torill Thorup
3
Sofia Rutbäck Eriksson
4
Solja Krapu-Kallio
5
Sarah Morgan
Loka