Ósætti í geimnum

Geimfarar við alþjóðlegu geimstöðina.
Geimfarar við alþjóðlegu geimstöðina.

Ósætti ríkir innan alþjóðlegu geimstöðvarinnar eftir að rússneskum geimfara var meinað að nota klósett og þrekhjól Bandaríkjamanna. Rússneski geimfarinn segir ósættið bitna á liðsandanum um borð í stöðinni.

Geimfarinn, hinn fimmtugi Gennady Padalka, segir vandann mega rekja til þess að rekstur geimstöðvarinnar sé orðinn meira viðskiptalegs eðlis en vísindalegs. Hann segir að fyrst um sinn, eftir að geimfarar hófu að dvelja um borð árið 1998, hafi hann og bandarískir samstarfsmenn sínir unnið í sátt og samlyndi.

Geimferðir hafi hinsvegar tekist að snúast meira um viðskipti árið 2003 og Washington fór að berast reikningar frá Moskvu fyrir geimskotunum. „Þetta ástand hefur slæm áhrif á vinnuna okkar,“ segir Padalka sem hefur farið tvisvar sinnum áður út í geim.

Áður en hann var sendur í geimstöðina á fimmtudag spurði hann Bandaríkjamennina hvort hann mætti nota líkamsræktaraðstöðu þeirra um borð í farinu til að halda sér í formi. Þeir samþykktu það en drógu boðið fljótlega tilbaka. Nú kveða nýjar reglur á um að geimfararnir eigi aðeins að nota klósettin sem þeirra þjóðir borguðu fyrir. „Geimfarar eru hafnir yfir svona rifrildi sama hvað yfirmenn segja. Það eru stjórnmálamenn og aðrir sem komast ekki að samkomulagi, en ekki við.“

Ekki þykir bæta úr skák að geimförunum um borð í alþjóðlegu geimstöðinni hefur fjölgað. Hingað til hafa aldrei fleiri en þrír verið þar í einu en nú eru þeir tvöfalt fleiri.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Einsettu þér að halda jafnvægi á milli einkalífs og vinnunnar og þá koma hlutirnir af sjálfu sér. Ekki missa kjarkinn þó illa gangi að fjármagna verkefni.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Unnur Lilja Aradóttir
2
Kathryn Hughes
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Torill Thorup
5
Jenny Colgan
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Einsettu þér að halda jafnvægi á milli einkalífs og vinnunnar og þá koma hlutirnir af sjálfu sér. Ekki missa kjarkinn þó illa gangi að fjármagna verkefni.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Unnur Lilja Aradóttir
2
Kathryn Hughes
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Torill Thorup
5
Jenny Colgan