Nefertiti í fegrunaraðgerðir?

Efasemdir eru nú komnar fram um það að egypska drottningin Nefertiti hafi verið jafn fögur og af er látið. Höfuðmynd af drottningunni hefur verið til sýnis á Altes safninu í Berlín í Þýskalandi frá árinu 1923. Þetta kemur fram á fréttavef Jyllands-Posten.

Þykir konan á myndinni svo raunveruleg og fögur að hún hefur jafnvel verið nefnd svar fornaldrar við Monu Lisu.

Nú hafa hins vegar rannsóknir á höfuðmyndinni, sem er úr leir, hins vegar leitt í ljós að hún er í mörgum lögum og að innsta lagið sýnir andlit konu sem er hreint ekkert lík þeirri Nefertiti, sem fólk hefur talið sig þekkja.

Á þeirri mynd eru kinnbeinin ekki jafn há og á hinni þekktu mynd. Þá er nefið breiðara og hrukkur jafnvel sjáanlegar við munnvik konunnar.

Nefertiti var drottning faraósins Akhenaten og fannst höfuðmyndin í Tell el-Amarna í Egyptalandi árið 1912.

Sérfræðingar sem rannsakað hafa myndina með nútímageislatækni segja að svo virðist sem að þrjár meiriháttar breytingarnar hafi verið gerðar á myndinni í gegnum tíðina, sennilega til að tryggja að þessi fræga fegurðardís fylgdist með tískunni.

Höfuðmyndin af Nefertiti er ein fjölmargra muna sem yfirvöld í Egyptalandi krefjast að skilað verði til Egyptalands frá söfnum víða um heim.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
4
Birgitta H. Halldórsdóttir