Nefertiti í fegrunaraðgerðir?

Efa­semd­ir eru nú komn­ar fram um það að egypska drottn­ing­in Nefer­titi hafi verið jafn fög­ur og af er látið. Höfuðmynd af drottn­ing­unni hef­ur verið til sýn­is á Altes safn­inu í Berlín í Þýskalandi frá ár­inu 1923. Þetta kem­ur fram á frétta­vef Jyl­l­ands-Posten.

Þykir kon­an á mynd­inni svo raun­veru­leg og fög­ur að hún hef­ur jafn­vel verið nefnd svar forn­aldr­ar við Monu Lisu.

Nú hafa hins veg­ar rann­sókn­ir á höfuðmynd­inni, sem er úr leir, hins veg­ar leitt í ljós að hún er í mörg­um lög­um og að innsta lagið sýn­ir and­lit konu sem er hreint ekk­ert lík þeirri Nefer­titi, sem fólk hef­ur talið sig þekkja.

Á þeirri mynd eru kinn­bein­in ekki jafn há og á hinni þekktu mynd. Þá er nefið breiðara og hrukk­ur jafn­vel sjá­an­leg­ar við munn­vik kon­unn­ar.

Nefer­titi var drottn­ing fara­ós­ins Ak­hena­ten og fannst höfuðmynd­in í Tell el-Amarna í Egyptalandi árið 1912.

Sér­fræðing­ar sem rann­sakað hafa mynd­ina með nú­tíma­geisla­tækni segja að svo virðist sem að þrjár meiri­hátt­ar breyt­ing­arn­ar hafi verið gerðar á mynd­inni í gegn­um tíðina, senni­lega til að tryggja að þessi fræga feg­urðar­dís fylgd­ist með tísk­unni.

Höfuðmynd­in af Nefer­titi er ein fjöl­margra muna sem yf­ir­völd í Egyptalandi krefjast að skilað verði til Egypta­lands frá söfn­um víða um heim.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Vinir og vandamenn leita gjarnan til þín um ráðgjöf. Gefðu þér tíma til að bera saman verð og gæði því það mun borga sig.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sofie Sar­en­brant
2
Unni Lindell
3
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
4
Bjarki Bjarna­son
5
Jill Man­sell
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Vinir og vandamenn leita gjarnan til þín um ráðgjöf. Gefðu þér tíma til að bera saman verð og gæði því það mun borga sig.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sofie Sar­en­brant
2
Unni Lindell
3
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
4
Bjarki Bjarna­son
5
Jill Man­sell