Ufsi veldur kinnroða meðal enskra neytenda

Ufsi
Ufsi mbl.is/Rax

Breska verslunarkeðjan Sainsbury hefur ákveðið að selja ufsa undir heitinu „colin" (borið fram co-lan) í stað pollack þar sem pollack er borið fram á svipaðan hátt og slanguryrði yfir eistu í enskri tungu. Telja forsvarsmenn keðjunnar að þannig verði hægt að komast hjá því að viðskiptavinir keðjunnar fái roða í kinnar er þeir óska eftir fisknum á diskinn sinn. Segja þeir að nokkuð hafi borið á því að viðskiptavinir hafi hætt við að kaupa fiskinn út af nafninu.

Ufsinn (pollack) verður seldur í sérstökum umbúðum sem eru hannaðar undir áhrifum bandaríska listamannsins Jackson Pollock. Sainsbury vill með þessu auka sölu á ufsa en hann hefur orðið undir í samkeppninni við ýsu og þorsk í verslunum keðjunnar.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar