Óskað eftir neyðaraðstoð vegna hláturkasts

Þyrla með hjálparstarfsmönnum var send af stað í Þýskalandi nýverið eftir að kona hafi samband við neyðarlínuna þar sem hún taldi að það væri verið að misþyrma manni í skóglendi í nágrenni Elmstein. Þegar björgunarliðið fann þann sem átti að sæta pyntingum í skóginum reyndist þetta vera ákaflega hláturmildur maður að lesa bók.

„Fórnarlambið", Roland Hofmann, varð mjög undrandi þegar bifreið hans allt í einu umkringdum vopnuðum lögregluþjónum í skóginum. Fyrirskipaði lögregla honum að gefa sig fram og láta gíslinn lausan.

Manngreyið baðst forláts og tjáði lögreglunni að hann hafi einungis farið í skóginn til þess að geta lesið í ró og næði nýja bók sem hann hafi nýverið keypt. „Við gerum okkur grein fyrir því að fólk er óvant því að heyra Þjóðverja hlægja en erum vissir um að konan sem hringdi meinti vel," hefur Ananova vefurinn eftir einum lögregluþjóninum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér kann að sýnast langt í milli þess sem þú hefur og þess sem þig dreymir um. Að binda trúss sitt við ranga fólkið getur leitt til þess að framfarir stöðvist.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Torill Thorup
3
Sofia Rutbäck Eriksson
4
Solja Krapu-Kallio
5
Sarah Morgan
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér kann að sýnast langt í milli þess sem þú hefur og þess sem þig dreymir um. Að binda trúss sitt við ranga fólkið getur leitt til þess að framfarir stöðvist.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Torill Thorup
3
Sofia Rutbäck Eriksson
4
Solja Krapu-Kallio
5
Sarah Morgan