Óskað eftir neyðaraðstoð vegna hláturkasts

Þyrla með hjálp­ar­starfs­mönn­um var send af stað í Þýskalandi ný­verið eft­ir að kona hafi sam­band við neyðarlín­una þar sem hún taldi að það væri verið að misþyrma manni í skóg­lendi í ná­grenni Elm­stein. Þegar björg­un­arliðið fann þann sem átti að sæta pynt­ing­um í skóg­in­um reynd­ist þetta vera ákaf­lega hlát­ur­mild­ur maður að lesa bók.

„Fórn­ar­lambið", Roland Hof­mann, varð mjög undr­andi þegar bif­reið hans allt í einu um­kringd­um vopnuðum lög­regluþjón­um í skóg­in­um. Fyr­ir­skipaði lög­regla hon­um að gefa sig fram og láta gísl­inn laus­an.

Mann­greyið baðst for­láts og tjáði lög­regl­unni að hann hafi ein­ung­is farið í skóg­inn til þess að geta lesið í ró og næði nýja bók sem hann hafi ný­verið keypt. „Við ger­um okk­ur grein fyr­ir því að fólk er óvant því að heyra Þjóðverja hlægja en erum viss­ir um að kon­an sem hringdi meinti vel," hef­ur Ananova vef­ur­inn eft­ir ein­um lög­regluþjón­in­um.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Meyja

Sign icon Það má alltaf græða á samtali við góðan mann, einkum ef hann deilir áhugamálum með þér. Það hefur aldrei stöðvað þig að hræðast það sem koma skal.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sofie Sar­en­brant
2
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
3
Jill Man­sell
4
Árni Þór­ar­ins­son og Páll Krist­inn Páls­son
5
Birgitta H. Hall­dórs­dótt­ir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Meyja

Sign icon Það má alltaf græða á samtali við góðan mann, einkum ef hann deilir áhugamálum með þér. Það hefur aldrei stöðvað þig að hræðast það sem koma skal.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sofie Sar­en­brant
2
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
3
Jill Man­sell
4
Árni Þór­ar­ins­son og Páll Krist­inn Páls­son
5
Birgitta H. Hall­dórs­dótt­ir