Hljómsveit handtekin fyrir fíkniefnasmygl

22 manna lúðrasveit frá Surinam var handtekin við komuna til Schiphol-flugvallar í Amsterdam í dag vegna gruns um að hljóðfæraleikararnir væru að smygla fíkniefnum.

Talsmaður flugvallarlögreglunnar segir, að grunur hafi vaknað um að tónlistarmennirnir væru að smygla fíkniefnum innvortis, aðallega kókaíni, þegar fólkið fór gegnum eftirlit. 

Að sögn hollenskra fjölmiðla er um að ræða hljómsveitina  Naks Kaseko Loco sem ætlaði í tónleikaferð um Holland.

Hollenskir tollverðir hafa fylgst sérstaklega vel með ferðamönnum frá Hollensku Antillaeyjum og Surinam að undanförnu. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert að uppgötva nýja hluti og þarft að gefa þér tíma til að njóta þeirra sem best þú getur. Þú átt á hættu að vera misskilinn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert að uppgötva nýja hluti og þarft að gefa þér tíma til að njóta þeirra sem best þú getur. Þú átt á hættu að vera misskilinn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar