Sá óvenjulegi atburður varð í Noregi um helgina, að umferðarlögreglan stöðvaði ungan mann, sem ók dráttarvél á 49 km hraða á vegarkafla í Froland þar sem hámarkshraðinn var 40 kílómetrar á klukkustund.
Talsmaður lögreglunnar segir við blaðið Agderposten í dag, að hann muni ekki eftir því að traktor hafi verið stöðvaður í hraðamælingum fyrr.
Ungi ökumaðurinn gerðist brotlegur við fleiri ákvæði umferðarlaganna því hann var ekki með ökuréttindi til að aka dráttarvél af þessari stærð.