Rautt kvikasilfur í saumavélum?

Singer saumavél af eldri gerðinni. Mjög ólíklegt þykir að hún …
Singer saumavél af eldri gerðinni. Mjög ólíklegt þykir að hún hafi að geyma rautt kvikasilfur. mbl.is

Lög­regl­an í Sádí-Ar­ab­íu rann­sak­ar nú orðróm sem orðið hef­ur til þess að fólk kaup­ir gaml­ar Sin­ger sauma­vél­ar dýr­um dómi. Orðróm­ur­inn er þess efn­is að í sauma­vél­un­um sé að finna rautt kvikasilf­ur. Enn hef­ur hins veg­ar ekki verið sannað að rautt kvikasilf­ur sé annað en þjóðsaga.

Fólkið virðist trúa því að hægt sé að selja kvikasilfrið rauða fyr­ir millj­ón­ir doll­ara, jafn­vel í minnstu skömmt­um. Einnig að hægt sé að búa til kjarn­orku­sprengju og finna fjár­sjóði með því. Brot­ist hef­ur verið inn á sauma­stof­ur og sauma­vél­um stolið auk þess sem Sin­ger sauma­vél­ar hafa selst á alla að 50 þúsund doll­ara (6,4 millj­ón­ir kr.).

Einnig hafa heyrst sög­ur af því að fólk haldi farsím­um sín­um upp að sauma­vél­un­um og trúi því að með því geti það séð hvort vél­arn­ar inni­haldi rauða kvikasilfrið.

Yf­ir­völd gera nú hvað þau geta til að kveða niður orðróm­inn og kom­ast að rót­um hans.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert úthaldsgóður og það kemur sér vel núna þegar þú ert beðinn um að taka að þér hin ýmsu verkefni. Kannaðu hvort gömul tækifæri standi enn opin.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
3
Sofie Sar­en­brant
4
Unni Lindell
5
Arn­ald­ur Indriðason
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert úthaldsgóður og það kemur sér vel núna þegar þú ert beðinn um að taka að þér hin ýmsu verkefni. Kannaðu hvort gömul tækifæri standi enn opin.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
3
Sofie Sar­en­brant
4
Unni Lindell
5
Arn­ald­ur Indriðason