Lifandi eftirmynd dóttur sinnar

Hér sjást þær þokkadísir fyrir framan barinn.
Hér sjást þær þokkadísir fyrir framan barinn.

Hin breska Janet Cunliffe hefur á undanförnum tíu árum varið á þriðju milljón króna í lýtaaðgerðir og nú er svo komið að hún líkis mest dóttur sinni Jane. Mæðgurnar, sem eru 50 og 22 ára, eru nú svo líkar að þær líta helst  út fyrir að vera tvíburar. Þetta kemur fram á fréttavef Jyllands-Posten.

„Í raun hefur dóttir mín útlitið frá mér,” segir Janet. „Það sem ég hef gert hefur miðað að því að endurheimta útlit mitt sem ungrar konu og þá líkist ég að sjálfsögðu dóttur minni,” segir hún í viðtali við blaðið Daily Mail.

„Og hver myndi ekki vilja það. Jane er hvatning mín til að vilja endurheimta ungdóm minn. Ég hef góð gen og góða húð frá  náttúrunnar hendi og ég hef því bara þurft svolitla hjálp til að láta þetta alls smella saman.”   Þrátt fyrir orð Janet segja þeir sem til þekkja að mæðgurnar líkist henni hreint ekki eins og hún var á síum yngri árum en hún var þá rauðhærð og þybbin. Mæðgurnar eru hins vega ljóshærðar og grannar.

„Þegar ég var yngri hafði ég ekki tíma til að vera hégómleg og hugsa um útlitið,” segir hún. „Ég var upptekin við að hugsa um dóttur mína og ala hana upp. Ég hugsaði ekki mikið um sjálfa mig og útlit mitt.”

Janet hefur m.a. farið í tvær brjóstastækkanir, látið breyta nefi sínu og augnumgjörð og látið stækka varir sínar. Þá hefur hún gengist undir hárígræðslu á höfði.Dóttirin Jane segist á tímabili hafa fengið alveg nóg af aðgerðum móður sinnar en að hún kunni þó ekki illa við það hversu líkar þær séu.

„Mér finnst reyndar frábært að við líkjumst hvor annarri,” segir hún. „Við erum mjög nánar og hún er eins og stóra systirin sem ég átti aldrei.”

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
4
Birgitta H. Halldórsdóttir