Í fangelsi vegna klámtímarita

Kona í Ohio var nýlega dæmd í 60 daga fangelsi fyrir að hafa sent fjöldann allan af klámblöðum á heimili nágrannakonu sinnar. Konurnar höfðu átt í langvinnum deilum.

Konan er 47 ára gömul. Nágrannakona hennar hafði kært hana til lögreglu vegna einhvers smáræðis og hún ákvað að hefna sín grimmilega. Hefndin fólst í að skrá nágrannakonuna sem áskrifanda að fjölda klámtímarita.

Rukkuð um tugi þúsunda

Nágrannakonan vissi ekki hvaðan á sig stóð veðrið þegar póstkassi hennar fylltist af Playboy, Hustler og öðrum ónefndum tímaritum. Í kjölfarið fylgdu rukkanir upp á tugi þúsunda vegna áskriftarinnar.

Böndin bárust fljótlega að hefnigjörnu nágrannakonunni. Sú játaði á sig brotið, en uppgötvaði svo sér til mikillar skelfingar að ákæran hljóðaði upp á skjalafals, sem telst alvarlegt afbrot. Hún var því dæmd í fangelsi.

Eiginmaður hennar furðar sig á hörkunni og finnst ósanngjarnt að frúin sitji í fangelsi vegna nágrannadeilunnar.

Ólíklegt er að kærleiksblómin spretti í götunni þegar frúin snýr aftur að afplánun lokinni.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hugsanlegt er að þú verðir með hugmynd tengda tekjum og fjármálum á heilanum í dag. Gæfan er þér hliðholl í augnablikinu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hugsanlegt er að þú verðir með hugmynd tengda tekjum og fjármálum á heilanum í dag. Gæfan er þér hliðholl í augnablikinu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir