Í fangelsi vegna klámtímarita

Kona í Ohio var ný­lega dæmd í 60 daga fang­elsi fyr­ir að hafa sent fjöld­ann all­an af klámblöðum á heim­ili ná­granna­konu sinn­ar. Kon­urn­ar höfðu átt í lang­vinn­um deil­um.

Kon­an er 47 ára göm­ul. Ná­granna­kona henn­ar hafði kært hana til lög­reglu vegna ein­hvers smá­ræðis og hún ákvað að hefna sín grimmi­lega. Hefnd­in fólst í að skrá ná­granna­kon­una sem áskrif­anda að fjölda klám­tíma­rita.

Rukkuð um tugi þúsunda

Bönd­in bár­ust fljót­lega að hefnigjörnu ná­granna­kon­unni. Sú játaði á sig brotið, en upp­götvaði svo sér til mik­ill­ar skelf­ing­ar að ákær­an hljóðaði upp á skjalafals, sem telst al­var­legt af­brot. Hún var því dæmd í fang­elsi.

Eig­inmaður henn­ar furðar sig á hörk­unni og finnst ósann­gjarnt að frú­in sitji í fang­elsi vegna ná­granna­deil­unn­ar.

Ólík­legt er að kær­leiks­blóm­in spretti í göt­unni þegar frú­in snýr aft­ur að afplán­un lok­inni.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Meyja

Sign icon Í dag eru miklar líkur á að þú kaupir eitthvað skemmtilegt handa þér eða einhverjum sem þér er kær. Reyndu að sýna umburðarlyndi.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sebastian Richel­sen
2
Lone Theils
3
Torill Thorup
4
Árni Þór­ar­ins­son og Páll Krist­inn Páls­son
5
Arn­ald­ur Indriðason
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Meyja

Sign icon Í dag eru miklar líkur á að þú kaupir eitthvað skemmtilegt handa þér eða einhverjum sem þér er kær. Reyndu að sýna umburðarlyndi.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sebastian Richel­sen
2
Lone Theils
3
Torill Thorup
4
Árni Þór­ar­ins­son og Páll Krist­inn Páls­son
5
Arn­ald­ur Indriðason