Stálheppinn hermaður

Breskur hermaður við eftirlitsstörf.
Breskur hermaður við eftirlitsstörf. Reuters

Hermaður slapp með skrekkinn þegar byssukúla fór í gegnum hjálminn hans án þess að valda nokkrum skaða. Skal engan undra að hann sé nú kallaður „heppnasti maðurinn í breska hernum“. Það munaði þó litlu að kúlan færi í höfuðið á honum, eða sem nemur tveimur millimetrum.

Hermaðurinn Leon „Willy“ Wilson, sem er 32ja ára, féll við höggið þegar hann var skotinn í Afganistan. Hann slapp hins vegar án áverka þegar kúlan þaut í gegnum hjálminn.

Atvikið gerðist þegar breskir hermenn lentu í átökum við talibana í Helmand-héraði Afganistan. Byssukúlan sem fór í gegnum hjálminn var 7,62 mm og skotið úr AK47 hríðskotariffli, að því er fram kemur á vef BBC.

„Lækninum leit út fyrir að vera flökurt. Ég held að enginn hafi viljað taka af mér hjálminn,“ segir Wilson, sem var kominn aftur til skyldustarfa um klukkutíma síðar.

Yfirmenn breska hersins hafa lýst því formlega yfir að Wilson sé „heppnasti maðurinn í breska hernum“.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir