Reyndi að fela hundruð milljóna fyrir skattinum

79 ára göm­ul norsk kona reyndi í ára­tug að fela 24 millj­ón­ir norskra króna fyr­ir skatt­in­um í Nor­egi með því að geyma pen­ing­ana inni á banka­reikn­ingi en taka þá alltaf út fyr­ir ára­mót og leggja síðan inn aft­ur í byrj­un næsta árs. Bank­inn sendi síðan skatta­yf­ir­völd­um til­kynn­ingu um stöðu reikn­ing­anna í lok hvers árs.

Þess­ir ein­kenni­legu fjár­magns­flutn­ing­ar vöktu að sögn blaðsins VG hins veg­ar at­hygli starfs­manna bank­ans, sem sendu til­kynn­ingu til efna­hags­brota­deild norsku rík­is­lög­regl­unn­ar í sam­ræmi við lög um varn­ir gegn pen­ingaþvætti.

Þegar skatta­yf­ir­völd hófu að rann­saka málið kom í ljós, að kon­an hafði frá ár­inu 1997 reynt að fela sam­tals 24 millj­ón­ir norskra króna, jafn­v­irði nærri 460 millj­óna ís­lenskra króna, með þess­um hætti og þannig sloppið við að greiða eigna­skatt. 

„Þetta er ein­kenni­leg­asta dæmi um til­raun til að kom­ast hjá eigna­skatti, sem ég hef séð," hef­ur blaðið eft­ir starfs­manni norska skatts­ins.  Kon­an þarf nú að greiða 600 þúsund norsk­ar krón­ur í sekt fyr­ir til­tækið, jafn­v­irði 11,5 millj­óna króna.   

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Vatnsberi

Sign icon Þú hefur mikil áhrif á fólk sem lítur upp til þín með skoðunum þínum. Horfðu á heildarmyndina. Minnsti neisti að hugmynd er gott upphaf.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sofie Sar­en­brant
2
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
3
Árni Þór­ar­ins­son og Páll Krist­inn Páls­son
4
Jill Man­sell
5
Unni Lindell
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Vatnsberi

Sign icon Þú hefur mikil áhrif á fólk sem lítur upp til þín með skoðunum þínum. Horfðu á heildarmyndina. Minnsti neisti að hugmynd er gott upphaf.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sofie Sar­en­brant
2
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
3
Árni Þór­ar­ins­son og Páll Krist­inn Páls­son
4
Jill Man­sell
5
Unni Lindell