Reyndi að fela hundruð milljóna fyrir skattinum

79 ára gömul norsk kona reyndi í áratug að fela 24 milljónir norskra króna fyrir skattinum í Noregi með því að geyma peningana inni á bankareikningi en taka þá alltaf út fyrir áramót og leggja síðan inn aftur í byrjun næsta árs. Bankinn sendi síðan skattayfirvöldum tilkynningu um stöðu reikninganna í lok hvers árs.

Þessir einkennilegu fjármagnsflutningar vöktu að sögn blaðsins VG hins vegar athygli starfsmanna bankans, sem sendu tilkynningu til efnahagsbrotadeild norsku ríkislögreglunnar í samræmi við lög um varnir gegn peningaþvætti.

Þegar skattayfirvöld hófu að rannsaka málið kom í ljós, að konan hafði frá árinu 1997 reynt að fela samtals 24 milljónir norskra króna, jafnvirði nærri 460 milljóna íslenskra króna, með þessum hætti og þannig sloppið við að greiða eignaskatt. 

„Þetta er einkennilegasta dæmi um tilraun til að komast hjá eignaskatti, sem ég hef séð," hefur blaðið eftir starfsmanni norska skattsins.  Konan þarf nú að greiða 600 þúsund norskar krónur í sekt fyrir tiltækið, jafnvirði 11,5 milljóna króna.   

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Lífið leikur við þig þessa dagana og rómantíkin blómstrar. Hún er allra meina bót og byggir þig upp til frekari átaka.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Torill Thorup
3
Sofia Rutbäck Eriksson
4
Solja Krapu-Kallio
5
Sarah Morgan
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Lífið leikur við þig þessa dagana og rómantíkin blómstrar. Hún er allra meina bót og byggir þig upp til frekari átaka.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Torill Thorup
3
Sofia Rutbäck Eriksson
4
Solja Krapu-Kallio
5
Sarah Morgan