Máluðu sig græn fyrir brúðkaupið

Green hjónin voru iðagræn og alsæl á brúðkaupsdaginn.
Green hjónin voru iðagræn og alsæl á brúðkaupsdaginn.

„Allar stelpur dreymir um ævintýralegt brúðkaup og ég fékk mitt...með smá broddi. Þetta var mjög fyndið,“ segir hin alsæla brúður Christine Green en hún og nýbakaður eiginmaður hennar, Keith Green, klæddu sig upp sem Fiona og Shrek úr samnefndri teiknimynd fyrir brúðkaupið sitt.

Green hjónin voru máluð græn frá toppi til táar og eyddu alls þremur klukkustundum í förðun áður en þau játuðust hvort öðru, til þess að fullkomna gerfið sem grænu teiknimyndatröllin, frammi fyrir 100 gestum sem klæddir voru sem ýmsir aðrir karakterar úr myndunum, svo sem Asni og Piparkökudrengurinn. 

Brúðirin segir að þemað hafi verið sín hugmynd. „Þetta laust bara allt í einu niður í kollinn á mér. Ég vissi að við yrðum að vera eins og þau því Keith lítur bara alveg eins út og Shrek. Þetta var mjög fyndið því þegar við fórum með heitin þá dingluðu grænu eyrun upp úr höfðinu á honum. Ég reyndi líka að sannfæra unglinginn son minn um að klæða sig eins og asninn, en hann vildi ekki hafa það.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar