Málverk eftir Hitler seljast dýrt

Eitt af olíuverkum Hitlers: Sveitahús og tré
Eitt af olíuverkum Hitlers: Sveitahús og tré

Málverk eftir Adolf Hitler seldist á uppboði í dag á um 15.000 bandaríkjadali, eða tæpar tvær milljónir króna, sem er rúmlega helmingi meira en búist var við. Vatnslitamyndin var ein af 15 listaverkum eftir nasistaleiðtogann sem boðin voru upp og skiluðu alls 120.000 dollurum í kassann. 

Margar myndanna voru á uppboði nú vegna þess að einn seljandinn vildi verða sér úti um peninga til að koma sér upp nýrri miðstöðvarhitun á heimili sínu, að sögn talsmanns uppboðshússins. „Vatnslitamyndirnar komu frá safnara sem er reglulegur smásali hjá okkur. Hann var búinn að gleyma þeim í mörg ár, en fann þau í bílskúrnum hjá sér. 

Endanlegt söluverð allra verkanna fór langt fram úr væntingum uppboðshaldara en auk þeirra var boðið upp eitt olíumálverk eftir Hitler og blýantsteikning. Þá seldust trönur sem taldar eru hafa verið í eigu Hitlersá tæpar tvær milljónir króna.

Hitler ól ungur með sér drauma um að gerast listamaður og framfleytti sér um tíma fyrir fyrri heimsstyrjöldina með því að selja eigin list, þótt honum hafi verið hafnað um skólavist í Listaháskóla Vínarborgar.

Adolf Hitler.
Adolf Hitler. mbl.is
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar