Modern talking enn heitir

Modern Talking í gamla daga.
Modern Talking í gamla daga.

Kapparnir úr þýsku hljómsveitinni Modern Talking eru Íslendingum á fertugsaldri vel kunnugir fyrir lög eins og You're my heart you're my soul eða Cheri cheri lady. Þó Thomast Anders og Dieter Bohlen séu ekki lengur heimsfrægir heldur stjarna þeirra áfram að skína, í Þýskalandi og Rússlandi.

Dieter Bohlen nýtur enn nokkurra vinsælda í Þýskalandi og er m.a. einn aðaldómarinn í þýsku útgáfu Idol-þáttanna. Thomas Anders hefur átt erfiðara uppdráttar í Þýskalandi og þykir frekar hallærislegur. Hann hefur hinsvegar náð að slá í gegn í Rússlandi þar sem honum er hampað sem stórstjörnu og lifir hann enn á fornri frægð Modern Talking.

Enginn tónlistarmaður hefur troðið oftar upp í Kremlhöllinni og Anders, að sögn vefsíðu Spiegel og alltaf selst upp á tónleikana. Á tónleikunum flytur Anders blöndu af eigin tónsmíðum, Modern Talking slögurum og þekktum ballöðum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir