Ein lýtaaðgerð til og hún verður skeggjuð!

Dolly Parton.
Dolly Parton. AP

Hin barmmikla söng- og leikkona Dolly Parton segist skulda aðdáendum sínum það að fara í lýtaaðgerðir.

Parton viðurkennir, í samtali við BangShowbiz-fréttaveituna, að hafa farið í nokkrar slíkar aðgerðir og trúir því að það sé mikilvægt fyrir efnaða stjörnu, eins og hana, að viðhalda fegurðinni.

„Ég er stolt kona, ekki hégómleg,“ segir Parton, sem er orðin 63 ára. „Svona lít ég á það: Ef maður á peninga og ætlar að vera úti á mörkinni, þá skuldar maður fólki að líta ekki út eins og hundur, ef maður getur komist hjá því.

Ef ég fer í eina andlitslyftingu í viðbót, þá fer að vaxa á mig skegg!“ segir hún og hlær.

Kántrísöngkonan fræga klæðist ætíð flegnum klæðnaði, sem dregur fram þrýstinn barminn. Hún ver þennan fatnað og segir hann eiga þátt í að hún varð stjarna.

„Ég klæðist á þennan hátt af sömu ástæðu og þegar ég hóf ferilinn. Þetta er þörf sem kemur að innan.

Ég vakna á morgnana og hugsa að ég líti best út á ákveðinn hátt. Ég mála mig og klæði mig svona. Ég vil skína. Ég geri þetta til að líta út eins og Dolly – sú Dolly sem ég þekki og sú Dolly sem þið þekkið.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir