Með versnandi árferði í efnahagsmálum Þýskalands hafa tekjur vændiskvenna og vændishúsa landsins lækkað mikið á undanförnu misseri. Greint hefur verið frá því að tekjumissirinn sé á milli þrjátíu og fimmtíu prósent. Hefur því verið brugðið á það ráð að bjóða upp á krepputilboð til að auka aðsókn á nýjan leik.
Meðal þeirra tilboða sem kynnt hafa verið eru m.a. akstur til og frá vændishúsum og dagpassar. Þá hafa sum húsin tekið upp á því að bjóða eldri borgurum og leigubílstjórum sérstakan afslátt. Önnur láta sér nægja að lækka aðeins verðið.
Kattaklúbburinn (e. Pussy Club) í Berlín hefur vakið sérstaka athygli fyrir markaðsherferð sína en þar er boðið upp á eitt gjald fyrir alla þjónustu á milli tíu á morgnanna til fjögur á daginn. Fyrir sjötíu evrur, eða rúmar 13 þúsund krónur, fá viðskiptavinir að borða og drekka eins og þeir í sig geta látið auk gleðistundar með einni af vændiskonum klúbbsins.
Um fjögur hundruð þúsund vændiskonur eru í Þýskalandi þar sem vændi er löglegt.