Treysta ekki uppboðum

„Leikurinn hefur breyst,“ segir fyrrverandi yfirmaður hjá uppboðshúsinu Christie's í grein í The New York Times, þar sem fullyrt er að vegna niðursveiflunnar í efnahagslífinu kjósi margir seljendur listaverka frekar að selja þau beinni sölu en á uppboði. Þegar efnahagslífið er í uppsveiflu er sagt að uppboð geti tryggt betra verð, en í niðursveiflunni séu uppboðin áhættusamari. Þessvegna hafi sífellt fleiri seljendur kosið á síðustu mánuðum að selja verk fyrir fyrirfram ákveðið verð, en engu að síður með milligöngu uppboðshúsanna.

Verð á uppboðum hefur oftast nær verið undir matsverði upp á síðkastið, þótt á því séu undantekningar og skartgripir seljist til að mynda fyrir gott verð.

Jafnvel stofnanir á borð við Museum of Modern Art í New York forðast uppboð þessa dagana. Safnið hefur ákveðið að selja tvö málverk eftir Wayne Thiebaud frá sjöunda áratugnum, og hefur gengið til samstarfs við gallerí í eigu Christie's.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hugsanlegt er að þú verðir með hugmynd tengda tekjum og fjármálum á heilanum í dag. Gæfan er þér hliðholl í augnablikinu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hugsanlegt er að þú verðir með hugmynd tengda tekjum og fjármálum á heilanum í dag. Gæfan er þér hliðholl í augnablikinu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir