Ryanair og sparnaðaraðgerðir

Micheal O'Leary.
Micheal O'Leary. Reuters

Ry­ana­ir mun ekki leggja auka­gjald á farþega sem eru í yf­ir­vi­gt ef það tef­ur flug fé­lags­ins, seg­ir for­stjóri fé­lags­ins, Micheal O'­Le­ary. Í síðustu viku greindi fé­lagið frá því að það væri í at­hug­un að láta þá farþega sem eru í yf­ir­vi­gt greiða hærri far­gjöld en 29% þeirra sem tóku þátt í skoðana­könn­un á veg­um Ry­ana­ir telja rétt að gera slíkt.

„Við mun­um ekki leggja á fitu­skatta nema það sé auðvelt í fram­kvæmd. Ef það kem­ur til með að tefja inn­rit­un eða flug­tak þá ger­um við það ekki," sagði O'­Le­ary á blaðamanna­fundi í dag.

Alls tóku rúm­lega 100 þúsund manns þátt í könn­un Ry­ana­ir og voru 25% þeirra reiðubún­ir til þess að greiða 1 evru fyr­ir notk­un á sal­ern­ispapp­ír í flugi ef á hon­um væri mynd af O'­Le­ary. Ákveðið var að fara af stað með könn­un­ina eft­ir að um­mæli for­stjór­ans um að ein leið til þess að draga úr rekstr­ar­kostnaði hjá Ry­ana­ir væri að láta farþega greiða fyr­ir sal­ern­ispapp­ír um borð í vél­um fé­lags­ins.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Krabbi

Sign icon Það skiptir sköpum að hafa yfirsýn og leggja áherslu á þau atriði, sem skipta máli, en leyfa hinum að fljóta hjá. Leggðu þitt af mörgum möglunarlaust og þá fylgja aðrir á eftir.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Krabbi

Sign icon Það skiptir sköpum að hafa yfirsýn og leggja áherslu á þau atriði, sem skipta máli, en leyfa hinum að fljóta hjá. Leggðu þitt af mörgum möglunarlaust og þá fylgja aðrir á eftir.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar