Mýs ráðast á aldraða Ástrali

Stjórnvöld í Ástralíu hafa fyrirskipað rannsókn eftir að mýs réðust síendurtekið á íbúa öldrunarheimilis þar í landi. Einn íbúinn, rúmfastur fyrrverandi hermaður á 89. aldursári, fannst í rúmi sínu útataður í blóði, eftir að eyru hans, háls og barki höfðu verið nöguð af músunum. Tilfellið, sem kom upp í Queensland, var sérstaklega ógeðfellt, að sögn Justine Elliot, ráðherra öldrunarmála í Queensland.

Hún hefur sagt að ef í ljós kæmi að öryggis- og heilbrigðismál á stofnuninni reyndust vera í ólagi yrði henni lokað. Stofnunin sem um ræðir er Karingal-öldrunarheimilið í Dalby, um 200 kílómetra frá borginni Brisbane. Sagt er frá þessu á fréttavef BBC.

Ekki hefur bætt úr skák fyrir eigendur heimilisins að daginn sem hermaðurinn gamli fannst í blóði sínu var svokallaður Anzac dagur, þegar Ástralir minnast fallinna hermanna. Það hefur aukið á hneykslun almennings.

Tilfellin um músabit hafa verið fleiri, en ráðherrann hefur krafist rannsóknar á viðbrögðum starfsfólksins við þessari músaplágu. Starfsfólki hefur verið fjölgað og fleiri músagildrum komið upp.

Fulltrúar stéttarfélags hjúkrunarfræðinga segir starfsfólkinu hrylla við þessum músagangi og að það hafi kallað eftir því að heimilinu verði lokað ef ekki verði hægt að losa sig við mýsnar.

Íslensk húsamús. Myndin tengist efni fréttarinnar aðeins óbeint.
Íslensk húsamús. Myndin tengist efni fréttarinnar aðeins óbeint. Ljósmynd/Villt íslensk spendýr
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert að uppgötva nýja hluti og þarft að gefa þér tíma til að njóta þeirra sem best þú getur. Þú átt á hættu að vera misskilinn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert að uppgötva nýja hluti og þarft að gefa þér tíma til að njóta þeirra sem best þú getur. Þú átt á hættu að vera misskilinn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar