Ósýnilegur Skodi

Sýnilegur Skoda Fabia.
Sýnilegur Skoda Fabia.

Ensk­ur list­nemi hef­ur fundið óvenju­lega leið til að snúa á stöðumæla­verðina: að gera bíl­inn sinn ósýni­leg­an.  

Sara Wat­son, 22 ára list­nemi við há­skól­an í Lancashire á Englandi, vildi skapa lista­verk sem blekkti augað. Hún fékk gaml­an Skoda Fabia hjá bílaparta­sölu í bæn­um og dundaði sér síðan við það í þrjár vik­ur að mála bíl­inn þannig að hann félli inn í um­hverfið fram­an við íbúðina henn­ar.

Árang­ur­inn var ótrú­leg­ur því í fljótu bragði virðist bíll­inn vera ósýni­leg­ur. Það er ekki fyrr en grannt er skoðað, að það sést móta fyr­ir grill­inu, hjól­un­um, ljós­um og öðru, sem minn­ir á bíl.

Wat­son seg­ir við Daily Tel­egraph, að fólk, sem geng­ur fram­hjá hafi hrein­lega gengið á bíl­inn. „Ég hef því náð fram þeim áhrif­um, sem ég var að leita að," seg­ir hún.

Bílaparta­sal­inn Steve Jackson, sem gaf Söru bíl­inn, seg­ist vera stand­andi hissa. „Þegar ég sá mynd af bíln­um var ég viss um að hún væri búin til í tölvu. En þegar ég skoðaði mynd­ina bet­ur sá ég hvað hún hef­ur lagt mikla vinnu í smá­atriðin. Þetta er ótrú­legt." 

Sara Wat­son við Skod­ann  

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Sporðdreki

Sign icon Þú gengur fram af miklum krafti og undrast umburðarlyndi annarra í þinn garð. Ekkert er betra en að eiga góða vini sem eru tilbúnir til að rétta þér hjálparhönd.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sebastian Richel­sen
2
Lone Theils
3
Árni Þór­ar­ins­son og Páll Krist­inn Páls­son
4
Guðrún J. Magnús­dótt­ir
5
Jón­ína Leós­dótt­ir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Sporðdreki

Sign icon Þú gengur fram af miklum krafti og undrast umburðarlyndi annarra í þinn garð. Ekkert er betra en að eiga góða vini sem eru tilbúnir til að rétta þér hjálparhönd.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sebastian Richel­sen
2
Lone Theils
3
Árni Þór­ar­ins­son og Páll Krist­inn Páls­son
4
Guðrún J. Magnús­dótt­ir
5
Jón­ína Leós­dótt­ir