Skipað að auka reykingar

Kínversk stjórnvöld eru sögð hafa skipað embættismönnum að herða reykingar og gefa þannig gott fordæmi. Með þessu móti vilja stjórnvöld styrkja kínverskt efnahagslíf og afla tekna af sígarettuskatti.  

Sky fréttastofan hefur eftir kínverskum ríkisfjölmiðlum, að opinberir starfsmenn í Hubeihéraði hafi fengið fyrirskipun um að reykja á árinu að minnsta kosti 230 þúsund pakka af sígarettum, sem framleiddar eru í héraðinu. Ella geta þeir átt yfir höfði sér sektir.

„Þessi reglugerð mun leiða til þess að efnahagslífið í héraðinu styrkist vegna sígarettuskattsins," hefur blaðið Global Times eftir embættismanninum Chen Nianzu.

Líklega er reglugerðinni einnig ætlað að styrkja stöðu tóbaks, sem framleitt er í Hubei, í samkeppni við tóbak sem framleitt er í nágrannahéraðinu Hunan og hefur notið vaxandi vinsælda.

Talið er að um 350 milljónir reykingamanna séu í Kína, þar á meðal helmingur allra karlkyns lækna í landinu. Um milljón manna deyr árlega af völdum sjúkdóma, sem tengdir eru reykingum.

Nýlega sögðu kínverskir ríkisfjölmiðlar, að þarlend stjórnvöld væru að reyna að draga úr reykingum meðal lækna. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Valdabarátta og persónuleg átök ríða húsum á vinnustað þínum. Máttarvöld heimsins, til dæmis foreldrar, sjá ekki sólina fyrir þér.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Valdabarátta og persónuleg átök ríða húsum á vinnustað þínum. Máttarvöld heimsins, til dæmis foreldrar, sjá ekki sólina fyrir þér.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Loka