Í ræktina vegna feitrar vaxstyttu

Boris Johnson, borgarstjóri, virðir styttuna fyrir sér.
Boris Johnson, borgarstjóri, virðir styttuna fyrir sér. AP

Borgarstjóri Lundúnaborgar, Boris Johnson, ætlar að taka hressilega á því í ræktinni á næstunni en honum brá heldur betur í brún þegar vaxstytta af honum var afhjúpuð á Madame Tussauds vaxmyndasafninu í Lundúnum í dag. Johnson segist ekki hafa gert sér grein fyrir því hversu feitur hann væri fyrr en hann sá styttuna.

„Það er ekki fyrr en þú sérð þig í þrívídd að þú gerir þér grein fyrir því hversu feitur þú ert. Ég verð að drífa mig af stað og skokka meira," sagði Johnson er hann stóð við styttuna af sjálfum sér. 

„Ég verð að grenna mig. En þetta frábær vinna sem þau hafa lagt í.  Þetta er undraverð, óhugnanleg. lík, skuggaleg útgáfa af sjálfum mér," sagði hann. 


Boris Johnson og vaxstyttan góða
Boris Johnson og vaxstyttan góða AP
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú veist að í hverju verkefni sem þér er falið felst æfing sem eykur hæfni þína. Ræktaðu garðinn þinn, fyrst þá getur þú deilt uppskerunni með náunganum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú veist að í hverju verkefni sem þér er falið felst æfing sem eykur hæfni þína. Ræktaðu garðinn þinn, fyrst þá getur þú deilt uppskerunni með náunganum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar