Konur í varðsveitir páfans?

Benedikt 16. páfi nýtur verndar svissneskra einhleypra kaþólikka.
Benedikt 16. páfi nýtur verndar svissneskra einhleypra kaþólikka. MAX ROSSI

Svo gæti farið að konum verði leyfð innganga í varðsveitir Vatíkansins, svissneska varðliðið. Þetta segir Daniel Anrig, yfirmaður varðliðsins í samtali við ítalska fjölmiðla. „Ég get ímyndað mér þær í einhverjar stöður,“ segir hann.

Verði svo að konur fái að ganga í varðliðið væri það mikil breyting á hefð. Svissnesku sveitirnar hafa verndað páfa í 500 ár og í þann hóp komast venjulega bara ungir einhleypir, kaþólskir hermenn frá Sviss.

Áður höfðu praktískar ástæður valdið því að ekki var talið hægt að hleypa konum í hópinn, svo sem þröngar vistarverur hermannanna. En Anrig segir að hann telji að hægt sé að sigrast á slíkum vandamálum. Forverar hans hafa hins vegar verið harðlega andsnúnir þessu.

Þessi ummæli lét Anrig falla við athöfn þar sem nýir liðsmenn sóru embættiseið. Svissnesku varðsveitirnar voru stofnaðar árið 1506, þegar svissneskir málaliðar marseruðu inn í Róm, til þess að þjóna Júlíusi öðrum, páfa. Hann var einnig þekktur sem „páfinn hræðilegi“ enda mikill stríðsmaður.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar