Chanel er elsti hundur í heimi

Chanel í fullum skrúða.
Chanel í fullum skrúða. Reuters

Chanel, elsti hundur í heimi hélt upp á 21 árs afmælið með viðurkenningu frá Heimsmetabók Guinness og heimsókn á hundahótel og heilsurækt.

Chanel er svokallaður dachshundur, stundum nefndur pulsuhundur á íslensku vegna vaxtarlagsins, á heima í Port Jefferson í New York og klæddist peysu og rauðum sólgleraugum þegar eigandi hennar, Denice Shaughnessy, tók við viðurkenningunni fyrir langlífi tíkarinnar.

„Chanel er heimsmetshafi Guinness sem langlífasti hundurinn,“sagði Jamie Panas, talsmaður Guinness. Sérfræðingar heimsmetabókarinnar fóru yfir vottorð dýralækna, yfirlýsingar fjögurra vitna og myndir til að sannreyna aldur Chanel.

Chanel varð langlífasti hundur í heimi við dauða Butch, sem kvaddi þennan heim árið 2003 og þá 28 ára að aldri.

Eigandi Chanel segist hana þreytast skjótt, hún verði að bera sólgleraugu í sól vegna sjónmeins og eins konar spelkur vegna meins á afturfæti.

„Ég bara annast hana eins vel og ég get,“ segir Denice Shaughnessy. „Ég kem fram við hana eins og manneskju.“

Denice og maður hennar Karl fengu Denice sex vikna gamla á hundaathvarfi.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hugsanlegt er að þú verðir með hugmynd tengda tekjum og fjármálum á heilanum í dag. Gæfan er þér hliðholl í augnablikinu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Unnur Lilja Aradóttir
3
Torill Thorup
4
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hugsanlegt er að þú verðir með hugmynd tengda tekjum og fjármálum á heilanum í dag. Gæfan er þér hliðholl í augnablikinu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Unnur Lilja Aradóttir
3
Torill Thorup
4
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir