Chanel er elsti hundur í heimi

Chanel í fullum skrúða.
Chanel í fullum skrúða. Reuters

Chanel, elsti hund­ur í heimi hélt upp á 21 árs af­mælið með viður­kenn­ingu frá Heims­meta­bók Guinn­ess og heim­sókn á hunda­hót­el og heilsu­rækt.

Chanel er svo­kallaður dachs­hund­ur, stund­um nefnd­ur pulsu­hund­ur á ís­lensku vegna vaxt­ar­lags­ins, á heima í Port Jef­fer­son í New York og klædd­ist peysu og rauðum sólgler­aug­um þegar eig­andi henn­ar, Denice Shaug­hnessy, tók við viður­kenn­ing­unni fyr­ir lang­lífi tík­ar­inn­ar.

„Chanel er heims­mets­hafi Guinn­ess sem lang­líf­asti hund­ur­inn,“sagði Jamie Pan­as, talsmaður Guinn­ess. Sér­fræðing­ar heims­meta­bók­ar­inn­ar fóru yfir vott­orð dýra­lækna, yf­ir­lýs­ing­ar fjög­urra vitna og mynd­ir til að sann­reyna ald­ur Chanel.

Chanel varð lang­líf­asti hund­ur í heimi við dauða Butch, sem kvaddi þenn­an heim árið 2003 og þá 28 ára að aldri.

Eig­andi Chanel seg­ist hana þreyt­ast skjótt, hún verði að bera sólgler­augu í sól vegna sjón­meins og eins kon­ar spelk­ur vegna meins á aft­ur­fæti.

„Ég bara ann­ast hana eins vel og ég get,“ seg­ir Denice Shaug­hnessy. „Ég kem fram við hana eins og mann­eskju.“

Denice og maður henn­ar Karl fengu Denice sex vikna gamla á hunda­at­hvarfi.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Vog

Sign icon Bestu mögulegu lífsaðstæður verða fyrst til í höfði þínu, og seinna í raunveruleikanum. Haltu á vit eigin ævintýris og fók mun þrá þig.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sofie Sar­en­brant
2
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
3
Jill Man­sell
4
Árni Þór­ar­ins­son og Páll Krist­inn Páls­son
5
Sofie Sar­en­brant
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Vog

Sign icon Bestu mögulegu lífsaðstæður verða fyrst til í höfði þínu, og seinna í raunveruleikanum. Haltu á vit eigin ævintýris og fók mun þrá þig.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sofie Sar­en­brant
2
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
3
Jill Man­sell
4
Árni Þór­ar­ins­son og Páll Krist­inn Páls­son
5
Sofie Sar­en­brant