Söngvaseiður Pútíns

Vladimír Pútín tekur lagið með Kazakovu
Vladimír Pútín tekur lagið með Kazakovu Reuters

Vladimír Pútín, forsætisráðherra Rússlands og fyrrum forseta, er ýmislegt til lista lagt. Birst hafa myndir af Pútín berum að ofan við veiðar þar sem ekki fer framhjá neinum að hann hefur tekið á í ræktinni. Nú er hins vegar spurning hvort nýr hæfileiki hans hafi litið dagsins ljós: sönghæfileikar.

Nýverið lenti ung rússnesk stúlka í því að koma ekki upp orði þegar hún átti að syngja fyrir fjölda fyrirmanna. Katya Kazakova er nemandi í barnaskóla fyrir börn hermanna í rússneska hernum í Moskvu. Hún var beðin um að syngja fyrir fjölda fólks, þar á meðal Pútín, þegar hann heimsótti skólann nýverið. En aumingja stúlkan var svo taugaóstyrk að ekkert hljóð kom úr barka hennar. Það var ekki fyrr en Pútín hóf upp raust sína að henni tókst að syngja lagið í dúett með forsætisráðherranum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar