14 milljóna fyllerí

Norskur kaupsýslumaður fór í dýra ökuferð í október. Lögreglan stöðvaði för mannsins á flugvellinum í Kristiansand eftir að hann hafði ekið 3-400 metra og hann reyndist vera ölvaður. Nú þarf hann að greiða jafnvirði 13,7 milljóna íslenskra króna í sekt.

Áfengismagn í blóði mannsins reyndist vera 1,88 prómill. Dómstóll í Agder dæmdi hann í dag í 18 daga fangelsi en það er skilorðsbundið ef maðurinn gengst undir áfengismeðferð. Þá var hann sviptur ökuréttindum í 2 ár og 3 mánuði.

En það var ekki nóg því norsk lög kveða á um, að ef áfengismagn í blóði ökumanna er meira en 0,5 prómill verði þeir að greiða sekt sem svarar einum og hálfum mánaðarlaunum þeirra.  Kaupsýslumaðurinn var með 700 þúsund norskar krónur í mánaðarlaun á síðasta ári og eignir hans eru metnar á 200 milljónir norskra króna. Niðurstaðan sú að maðurinn skyldi greiða 700 þúsund  norskar krónur í sekt og var þá tekið tillit til þess að hann játaði brot sitt greiðlega.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Létta lundin þín mun afla þér stuðnings og samvinnu á vinnustað. Farðu oftar út að ganga.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Unnur Lilja Aradóttir
2
Kathryn Hughes
3
Torill Thorup
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Steindór Ívarsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Létta lundin þín mun afla þér stuðnings og samvinnu á vinnustað. Farðu oftar út að ganga.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Unnur Lilja Aradóttir
2
Kathryn Hughes
3
Torill Thorup
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Steindór Ívarsson