Öfgafyllri fótalyftingar

Ballettdansarar í Covent Garden hafa hækkað viðmiðið í fótalyftingum smátt og smátt í gegnum árin. Rannsókn sýnir að á undanförnum fimmtíu árum hafa þeir lyft fótunum stig af stigi hærra á sviði.

Borin var saman frammistaða dansara í röð af uppfærslum á ballettinum Þyrnirós í Konunglega óperuhúsinu og kom í ljós að fótalyftingar hafa aukist. Þykir það endurspegla nútímasmekk fyrir líkamlegum öfgum. Dansarar verða að ganga lengra og taka meiri áhættu nú en áður og nútíma danshöfundar vilja sjá öfgafyllri stellingar.

Þeir sem að rannsókninni stóðu söfnuðu myndum og myndböndum frá uppsetningu á Þyrnirós og einblíndu á eitt atriði úr fyrsta þætti. Þeir fundu út að á tímabilinu frá 1946 til 2004 hafa fótalyftingar farið hækkandi. Markmið dansara er að bæta lóðrétta línu líkamans, fara í einskonar lóðrétt splitt.

Talið er að ástæðurnar fyrir þessu séu m.a þörf danshöfunda fyrir að gera eitthvað nýtt og öðruvísi og að þjálfun í ballettskólum sé orðið mikið harðari og því sveigjanleiki dansara meiri. Fyrir fimmtíu árum vorudansarar ekki eins liðugir en núna vinna þeir í því og vilja koma fætinum eins hátt og mögulegt er. Þessar öfgar eru þó ekki taldar gera heilsu dansarana á efri árum gott.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar