Búningurinn sem leikarinn Christopher Reeve klæddist í Superman myndinni verður boðinn upp í Ástralíu síðar í mánuðinum, samkvæmt upplýsingum frá uppboðshúsinu Bonhams and Goodman.
Að sögn uppboðshaldarans, Giles Moon, er það fyrirtæki sem keypti búninginn í Lundúnum fyrir fimm árum sem er að selja búninginn sem skartar hinu fræga S. Vonast er til þess að 11.500 - 15.200 Bandaríkjadalir fáist fyrir hann á uppboðinu þann 24. maí nk.
Reeve notaði þennan búning í Superman III árið 1983 en Reeve lamaðist er hann féll af hestbaki árið 1995. Hann lést árið 2004, 52 ára að aldri.