Ráðagóður kráreigandi

Krárgestir geta fengið sér að reykja á og svarað spurningum …
Krárgestir geta fengið sér að reykja á og svarað spurningum í þágu vísindanna um leið. Mynd úr myndasafni. Reuters

Veitingakona í Bretlandi hefur fundið gloppu í bresku reykingarlöggjöfinni og opnað „rannsóknarmiðstöð fyrir reykingamenn“ á kránni sem hún á og rekur. Þar geta kráargestir reykt án þess að gerast brotlegir við lög.

Það eina sem gestir Cutting Edge öldurhússins í Barnsley verða að gera er að fylla út spurningalista. Þar eiga þeir að svara spurningum sem snerta reykingavenjur þeirra. Með því að gera þetta mega gestirnir löglega kveikja sér í sígarettu á kránni, eða öllu heldur rannsóknarmiðstöðinni.

Árið 2007 tóku í gildi lög sem banna reykingar innandyra á opinberum stöðum á Englandi og í Wales. Það leiddi til mikils samdráttar í bjórsölu og á síðasta ári lokuðu yfir 2.000 krár í landinu.

Veitingakonan Kerry Fenton opnaði miðstöðina fyrir fimm dögum, en um er að ræða herbergi sem er til hliðar við kránna.

„Viðskiptin hafa tekið við sér og þetta er allt gert í nafni vísindanna, er löglegt og á yfirborðinu,“ sagði hún í samtali við breska götublaðið Sun. „Ég reyki ekki en ég trúi á einstaklingsfrelsið.“

Það var einn af fastakúnnum Cutting Edge sem kom auga á gloppuna. 

Borgarráð Barnsley segist hins vegar ætla að sjá til þess að reykingabanninu verði framfylgt.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Dagurinn í dag er kjörinn fyrir skipulagningu heimilisins sem setið hefur á hakanum undanfarna mánuði. Forðastu að gera of mikið, þú átt það til að fara yfir strikið.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Solja Krapu-Kallio
4
Torill Thorup
5
Sarah Morgan
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Dagurinn í dag er kjörinn fyrir skipulagningu heimilisins sem setið hefur á hakanum undanfarna mánuði. Forðastu að gera of mikið, þú átt það til að fara yfir strikið.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Solja Krapu-Kallio
4
Torill Thorup
5
Sarah Morgan