Rýming vegna óþefs

Það er eins gott að henda gömlum mat úr ísskápum …
Það er eins gott að henda gömlum mat úr ísskápum áður en lyktin verður yfirþyrmandi. mbl.is/Árni

Rýma þurfti símasvörunarfyrirtæki í Kaliforníu nýverið vegna óþefs og flytja þurfti sjö starfsmenn á sjúkrahús eftir að starfsmaður fyrirtækisins tók sig til og reyndi að þrífa ísskápinn á staðnum.

Fnykurinn af rotnandi matvælum var svo mikill að slökkviliðsmenn þurftu að rýma byggingu AT&T í miðborg San Jose, samkvæmt frétt San Jose Mercury.

Sjö voru fluttir á sjúkrahús og 28 veiktust eftir að starfsmaður tók sig til og ákvað að opna ísskápinn og þrífa hann með tveimur tegundum  hreinlætisefna. Þegar lyktin af hreinlætisefnunum blandaðist saman við þefinn af rotnandi matvælum varð uppi fótur og fit á skrifstofunni og ældu margir og kúguðust inni á skrifstofunni.

Slökkviliðsstjórinn í San Jose, Barry Stallard, segist ekki vita hvað það var sem hafði gleymst í ísskápnum en lyktin hafi minnt á rotnandi kjöt.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert að uppgötva nýja hluti og þarft að gefa þér tíma til að njóta þeirra sem best þú getur. Þú átt á hættu að vera misskilinn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert að uppgötva nýja hluti og þarft að gefa þér tíma til að njóta þeirra sem best þú getur. Þú átt á hættu að vera misskilinn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar