Bretar styggastir Evrópubúa

Pirraður?
Pirraður? Reuters

Danir eru afslappaðastir Evrópubúa samkvæmt nýrri könnun sem greint var frá í morgun. Bretar eru hins vegar uppstökkastir og reiðast oftast. Samkvæmt könnuninni segjast Bretar að jafnaði reiðast fjórum sinnum á dag.

Fullorðnir Danir segjast hins vegar einungis reiðast einu sinni á tíu daga fresti.Ítalir segjast reiðast 3,5 sinnum á dag, Frakkar þrisvar á dag og Þjóðverjar 2,4 sinnum á dag.Það sem helst fer í taugarnar á Bretum er það þegar ruðst er fram fyrir þá í röð.

Ítalir svekkja sig hins vegar helst á lélegum lífsgæðum sínum en lélegur matur og þjónusta á veitingastöðum pirrar Frakka mest.Svíar og Norðmenn taka það hins vegar sérlega nærri sér hæðist aðrir að heimalöndum þeirra.

6.000 fullorðnir einstaklingar í Austurríki, Bretlandi, Danmörku, Frakklandi, Grikklandi, Ítalíu, Noregi, Portúgal, Spáni, Svíþjóð og Þýskalandi tóku þátt í könnuninni.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Leyfðu öðrum að njóta kunnáttu þinnar en varastu allt oflæti, því fyrr en varir ert þú sá sem lærir af öðrum. Ekki hafa áhyggjur af því að þurfa að sanna þig.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
2
Kathryn Hughes
3
Steindór Ívarsson
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Carla Kovach
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Leyfðu öðrum að njóta kunnáttu þinnar en varastu allt oflæti, því fyrr en varir ert þú sá sem lærir af öðrum. Ekki hafa áhyggjur af því að þurfa að sanna þig.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
2
Kathryn Hughes
3
Steindór Ívarsson
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Carla Kovach