Át „byssuna“ áður en löggan kom

Vopnabúr?
Vopnabúr? Ásdís Ásgeirsdóttir

Bandarískur unglingspiltur gerði tilraun til ráns á netkaffihúsi vopnaður banana. Hann át „vopnið" áður en lögregla kom á staðinn og handtók hann.

Hinn 17 ára gamli John Szwalla kom inn á netkaffihús í bænum Winston -Salem í Norður-Karólínu, með banana falinn undir stuttermabolnum sínum. Hann heimtaði peninga og sagðist vera með byssu, að því er fram kemur í frétt BBC. Eigandi og gestir á staðnum yfirbuguðu hinn ógæfusama þjóf og hringdu eftir aðstoð laganna varða. Unglingurinn át hins vegar „vopnið" áður en lögreglan birtist.

Lögreglumennirnir göntuðust með að þeir myndu ef til vill ákæra piltinn fyrir að eyðileggja sönnunargögn. Eigandi netkaffihússins, Bobby Ray Mabe, sagði við fjölmiðla að lögreglan hefði í staðinn tekið myndir af bananahýðinu.

„Ef strákurinn hefði verið með byssu hefði hann skotið mig," sagði Mabe við dagblað í bænum. „En hann var með banana."

Unglingurinn hefur verið ákærður fyrir tilraun til vopnaðs ráns.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir