Munnmök engin fyrirstaða

Pedro Almódovar ásamt Penélope Cruz á blaðamannafundi í Cannes í …
Pedro Almódovar ásamt Penélope Cruz á blaðamannafundi í Cannes í dag. Reuters

Spænski kvikmyndaleikstjórinn Pedro Almodóvar gerir ýmislegt til þess að koma skilaboðum til samverkafólks síns. Eru munnmök þar ekki undanskilin.

Á blaðamannafundi í Cannes í dag sagði Almodóvar að hann gengi í öll störf við upptökur en á blaðamannafundinum var hann að kynna nýjustu mynd sína Los abrazos rotos.

Að sögn Almodovar kenndi hann leikara, sem lék í kvikmynd hans fyrir löngu síðan, hvernig munnmök hann vildi sjá í myndinni. Svo það myndi skila sér rétt til leikarans hafði leikstjórinn munnmök við leikkonuna sem lék á móti leikaranum í viðkomandi mynd.

Leikstjórinn nafngreindi hvorki leikarann né leikkonuna á blaðamannafundinum en spænska leikkonan Penélope Cruz, sem fer með aðalhlutverkið í Los abrazos rotos var með honum á blaðamannafundinum.

Myndin er ein þeirra tuttugu kvikmynda sem tilnefndar eru til Gullpálmans í Cannes í ár.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
4
Birgitta H. Halldórsdóttir