Elsti bloggari heims allur

Spænsk langalangamma, sem sagðist vera elsti bloggari í heimi og naut vinsælda á netinu, lést í dag, 97 ára að aldri.

Konan, sem hét Maria Amelia López, kynntist netinu gegnum barnabarn sitt árið 2006. Hún skrifaði á bloggsíðu sína um lífið í stjórnartíð Francisco Franco, einræðisherra Spánar og sýn sína á nútímann.

Eftir að fjölmiðlar fjölluðu um López jukust vinsældir bloggsíðu hennar. Í febrúar opnaði hún síðu á Facebook sem var helguð réttindamálum ellilífeyrisþega. 

„Ég mun deyja bráðlega," sagði López í viðstali við breska blaðið Guardian árið 2007. „Það eina sem ég hræðist er að tapa vitglórunni. En á meðan held ég áfram." 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar