Framdi morð í stíl Agöthu Christie

Agatha Christie.
Agatha Christie.

Írönsk kona sem grunuð er um fjölda­morð er sögð hafa byrlað fórn­ar­lömb­um sín­um ólyfjan, kæft þau og rænt eft­ir inn­blást­ur frá sí­gild­um saka­mála­sög­um Agöt­hu Christie. Kon­an, sem er 32 ára göm­ul og geng­ur und­ir nafn­inu Mahin, er fyrsti kven­kyns fjölda­morðingi Íran og er grunuð um að hafa myrt a.m.k. 6 manns.

„Mahin hef­ur viður­kennt fy­irr okk­ur að hafa notað sér munst­ur úr bók­um Agöt­hu Christie til þess að reyna að hylja slóð sína,“ hef­ur The Guar­di­an eft­ir sak­sókn­ar­an­um Mohammad Baqer Olfat.

Hún er sögð hafa valið fórn­ar­lömb sín af mik­illi natni, yf­ir­leitt eldri kon­ur sem hún bauð far heim eft­ir bæna­stund­ir. Örvænt­ing vegna hárra skulda hafi drifið hana áfram í að myrða og ræna kon­urn­ar, eft­ir að hafa byrlað þeim eit­ur sem hún faldi í glasi af ávaxta­safa.

Ekki hef­ur verið gefið uppi hvaða skáld­sög­ur Agöt­hu Christie hún byggði á, en nokkr­ar þeirra lýsa morðum með hjálp lyfja. Glæpa­sög­ur Christie njóta gríðarlegra vin­sælda í Íran, en hún heim­sótti landið nokkr­um sinn­um á meðan hún lifði og lét m.a. eina sögu sína ger­ast í Íran.

Yf­ir­lög­regluþjónn í borg­inni Qazvin þar sem Mahin var hand­tek­in seg­ir hana þjást af geðrösk­un sem stafi af því að hún hafi ekki verið elskuð af móður sinni. Lög­regl­an hafði þar til ný­lega haft litla hug­mynd um hver morðing­inn væri fyrr en um­ferðarsekt sem Mal­in hlaut skömmu eft­ir eitt morðið kom þeim á sporið.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Krabbi

Sign icon Þú ert enn á báðum áttum meðan vinnufélagar þínir eru búnir að taka afstöðu og pressa þig stíft. Njóttu lífsins eins og þú getur og gerðu eitthvað skemmtilegt með vinum og ættingjum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
2
Sofie Sar­en­brant
3
Unni Lindell
4
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
5
Bjarki Bjarna­son
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Krabbi

Sign icon Þú ert enn á báðum áttum meðan vinnufélagar þínir eru búnir að taka afstöðu og pressa þig stíft. Njóttu lífsins eins og þú getur og gerðu eitthvað skemmtilegt með vinum og ættingjum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
2
Sofie Sar­en­brant
3
Unni Lindell
4
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
5
Bjarki Bjarna­son