Týndi bróðirinn bjó í næsta húsi

Jamie Wheat ásamt systur sinni og móður
Jamie Wheat ásamt systur sinni og móður

Árum saman hafði Candace Eloph reynt að hafa uppi á hálfbróður sínum sem gefin var til ættleiðingar árið 1977. Nú er hún búin að finna hann - á heimili hans hinum megin við götuna.

„Ég bjóst aldrei við því að þetta myndi gerast svona. Aldrei. Aldrei nokkurn tímann,“ hefur CNN eftir Eloph. Fyrir rúmum 30 árum síðan eignaðist móðir hennar sitt fyrsta barn í Louisiana, þá aðeins 16 ára gömul. Litli drengurinn var tekinn af móðurinni, sem fékk aðeins að halda á honum í nokkrar sekúndur, og gefinn til ættleiðingar.

Móðirin, Joellen Cottrell, gerði árangurslausa leit að syni sínum næstu árin en gafst að lokum upp, flutti frá Louisiana og eignaðist önnur börn. Hún hélt því hinsvegar aldrei leyndu að hún hefði áður eignast son og dætur hennar, þ.á.m. Candace Eloph, vissu því alltaf að því að einhvers staðar ættu þær hálfbróður og leituðu hans ásamt móður sinni.

Þremur áratugum síðar flytur Eloph til bæjarnis Shreveport í Louisiana. Hinum megin við götuna býr 32 ára gamall maður að nafni Jamie Wheat og varð þeim strax afar vel til vina, en uppgötvuðu ekki tengslin fyrr en eftir tvö ár sem nágrannar.  „Við sátum á spjalli einn daginn og ég sagði við hann: „Veistu hvað. Ég á bróður sem fæddist 27. janúar 1977 sem var ættleiddur““. Wheat sagðist þá sjálfur vera ættleiddur og smám saman komust þau að því að öll smáatriðin pössuðu. Þau ákváðu því að framkvæma DNA próf og samkvæmt niðurstöðunum eru 99,995% líkur á því að þau séu systkini.

Wheat hefur nú loksins hitt móður sína sem leitaði hans svo lengi og hyggst bæta upp fyrir glataðar stundir. „Mér líður eins og þungu hlassi hafi verið lyft af mér,“ segir hann. „Þetta er eins og nýtt upphaf. Nú get ég haldið áfram með líf mitt.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Lífið leikur við þig þessa dagana og rómantíkin blómstrar. Hún er allra meina bót og byggir þig upp til frekari átaka.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Torill Thorup
3
Sofia Rutbäck Eriksson
4
Solja Krapu-Kallio
5
Sarah Morgan
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Lífið leikur við þig þessa dagana og rómantíkin blómstrar. Hún er allra meina bót og byggir þig upp til frekari átaka.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Torill Thorup
3
Sofia Rutbäck Eriksson
4
Solja Krapu-Kallio
5
Sarah Morgan
Loka